Ljósvakinn - 01.08.1928, Blaðsíða 19
LJÓSVAKINN
41
Frá fjarlægum kristniboðssvæðum.
Efri mgndin: Meðlimir Iwildardagsskóltins i
Ulimbaru Meðlimatalan hefir aukist svo að
mi vcrður að halda samkomurnar úti.
Krislniboðarnir Phillips og Muderspch ásamt
álla innfœddtim kennurum cr kenna við hina
minni skóla við kristniboðsslöðina i Ulimbaru.
Það gleður oss að geta fært vin-
um vorum, er hafa styrkt haust-
söfnunarstarfsemi vora undanfarin
ár, þá fregn, að siðastliðin 3 ár höf-
um við getað sent frá Norðurlönd-
um: Danmörku, Noregi og Svíþjóð
27 ungar persónur, er nú starfa á
9 mismunandi starfsvæðum i lönd-
um heiðingjanna, Sierre Leone i
Afríku, Austur Afríku, Abessiníu, Eritrea,
Sýrlandi, Persíu, Indlandi og Mansúria.
Við tilfærum hér nöfn þeirra: Jakob 0ster,
Ida 0ster, Enok Berglund, Edla Berglund,
Sara Hendrikssen, Johannes Gronert, Ruth
Gronert, Frithjof Muderspach, Borghild
Muderspach, Karen Nielsen, Carentze O!-
sen, Karl Jensen, Hedvig Jensen, G. Gud-
mundsen, Marit Gudmundsen, Niels Zerna,
Rosa Zerna, Oscar Olsen, Olsen, Balle Nil-
sen, Zira Nilsen, Chr. Jensen, Anna Jensen,
C. A. Larsen, Ingrid Larsen, Niels Dahl-
sten og Ester Dahlsten.
Það er mjög uppörfandi að lesa bréf og
skýrslur er oss berast frá þessum starfs-
mönnum vorum, er vitna svo áþreifanlega
um handleiðslu Guðs í starfi þeirra. Vér
tilfærum hér nokkrar línur úr bréfi er syst-
ir Carenlze skrifar fyrir slultu:
»Að hugsa sér það, að hafa verið hér
niðri rúmlega tvö ár, líminn líður svo fljótt
og Guð gerir undursamlega hluti fyrir oss.
Við höfum mikið starf með höndum og
það er það besta af öllu. Báðar deildir
spílalans eru nú fuilskipaðar af rúmliggj-
andi sjúklingum. Mörg börn hafa fæðst á
kvennadeildinni. Mæður hafa fengið traust
á oss og koma hingað með börnin sín smá;
annars er sorglegt að sjá hve mörg börn
deyja hér sökum vanþekkingar mæðranna.
Pær gefa börnum sinu.n þann mat að eta
er jafnvel hinir fullorðnu ekki geta melt.
Mörg börn eru flutt hingað með hræðileg-
um brunasárum, er orsakast af þvf, að
börnin ganga í svefni inn í opin eldstæði
í húsakynnum hinna innfæddu. Ef mæð-
urnar kæmu með börnin sín strax mund-
um við geta hjálpað þeim, en þær með-