Ljósvakinn - 01.08.1928, Blaðsíða 20

Ljósvakinn - 01.08.1928, Blaðsíða 20
42 LJÓSVAKINN höndla fyrst sjálfar sárin með sínum eigin meðölum, er þær svo kalla, sem i flestum tilfellum er kúamykja, og svo er þær loks koma með þessi vesalingsbörn sin, er næst- um óhugsanlegt að bjálpa þeim . . . það er vor bæn, að spítali vor hér, verði eigi að eins til gagns í likamlegu tilliti, en einnig stofnun til þess að frelsa margar sálir. Við óskum að reynast Guði trú á þeim stað er honum þóknast að láta oss starfa«. Pega vér lítum yfir starfsakrana, er vitna um, að þeir eru hvitir til uppskeru, fyllast hjörtu vor gleði yfir þvi, að geta ávalt með ári hverju sent fleiri starfsmenn út á haustakurinn. Við fylgjum þeim með bæn- um vorum og bestu óskum um framgang. Og með efnum vorum viljum vér og styrkja þá i starfi þeirra, svo að sálir megi vinn- ast i Guðs riki. L. M. Bænheyrsla Frá Nýassalandi, A/ríku. Á þessari kristniboðsslöð samansafnasl sverting/ar í hundraðatali lil guðsþjónustn. í Ruanda í Mið-Afríku voru fyrir stuttu geysimiklir þurkar, og eftir þeim fylgdi hræðileg hungursneyð. Hinir innfæddu höfðu ekkert að eta, svo mikill fjöldi fólks dó úr hungri. Margir komu þá að kristni- boðsstöð vorri þar, og spurðu kristniboð- ann, hvort hann tryði á hinn lifandi Guð, og þeir óskuðu að fá að vita um hvort sá lifandi Guð heyrði er hann bæði hann. Einnig vildu þeir fá að vita um, hvort Guð í virkilegleika svaraði bænum hans. Þegar kristniboðinn fullvissaði þá um að Guð bæði heyrði og svaraði bænum, sögðu þeir: »Já, þú sérð að land vort eyðilegst af þurkum, og yið deyjum öll úr hungurs- neyð. Og þar sem þinn Guð, er þú tilbið- ur er hinn sanni og lifandi Guð, svo verð- ur þú að biðja hann að gefa oss regn, svo ekki fleiri af þjóð vorri deyi úr hungri«. Kristniboðinn bað alt fólk- ið koma með sér út á hina skrælnuðu og sólbrendu akra. Hann safnaði fólkinu þar á einn stað, og kraup þar með þvi á kné undir berum himni og ákallaði hann, sem er skapari himins og jarðar. Þetta var mikil trúarreynsla, en Guð heyrði bæn þjóns síns, á sama hátt og hann gerði á dögum Elíasar. Þegar kristniboðinn hóf bæn sina til himins skein sólin skært og ekkert ský sást á lofti, en eftir hálftíma sáust smá ský og ekki leið langur timi þar til dropar byrjuðu að falla, og á eftir þeim fylgdu endurnær- andi regnskúrir, er vökvuðu hina þurru jörð. Hin sjáanlega opinberun kraftar Guðs hafði mikil og alvarleg áhrif á fólkið og varð til þess, að margra hjörtu er áður höfðu verið lokuð fyrir áhrifum fagnaðarer- indisins, veittu því nú móttöku með fögnuði. Eins og það er víst, að margir þ'jóðflokk- ar í Norður- og Vestur-Afríku bíða, þannig er einnig með þetta fólk, það bíður, og biður oss að koma og kunngjöra sér veg frelsisins. W. E. Read.

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.