Ljósvakinn - 01.11.1928, Qupperneq 5

Ljósvakinn - 01.11.1928, Qupperneq 5
LJÓSVAKINN 65 „Maðurinn Kristur Jesús". 1 Tim. 2, 5. „Og orðið var Guð“. Jóh. 1, 1. Var Jesús að eins maður? Innan kristninnar hafa oft — og ekki sist nú á siðusu árum — verið hafnar á- rásir á Krist. Þessar árásir hafa haft það markmið að eyðileggja trú manna á Jesúm, með þvi annaðhvort að tala um hann sem hvern annan »mann«, eða jafnvel sem ævinlýrahetju sem aldrei haíi verið til í raun og veru. Pað er ekki hægt annað en taka eítir þvi, að nú er gert mikið að þvi að reyna að veikja trú manna á heiiaga ritningu — og það er að sðnnu ekki að furða, að hinn raunverulegi hyrningarsteinn hennar, Jesús Kristur — verði fyrir árásum — sem Son Guðs. Fljótt á litið má segja að aldrei hafi verið talað meira um Jesúm en einmitt nú. Það virðist jafnvel að aldrei hafi borið jafnmikið á honum, og þeir sem nefna sig eftir nafni hans eru miklu fleiri en nokkru sinni áður. Bæði trúað fólk, vantrúað, hálftrúað, guðspekingar, Gyðingar og heiðingjar, bæði vondir menn og góðir tala um hina óvenju- legu eiginleika, um miskunn þá og gæsku, sem þessi Jesús hafi sýnt í dagfaii sínu. En um leið ræna þessir menn, sem hæla Jesú svo mikið, lævíslega heiðri og dýrð þeirri, sem honum ber með réttu. Það get- ur verið að maður taki ekki strax eftir þvi, að hverju tal og rit slikra manna stefna. En við nánari athugun kemur það í ljós að þeir setja Jesúm á sama bekk og aðra menn. Stefna slíkra rithöfunda og ræðumanna er ekki óáþekk aðferð þeirra manna, sem hrópuðu vingjarnlega til mannsins, sem var á leiðinni frá Jerúsalem til Jerikó. Og oið ritningarinnar, um mann sem var særður í húsi vina sinna, rætast á slíkum aðdáendum Krists. það er talað um framúrskarandi karl- mensku Jesú, manngæsku hans, kuiteisi og fórnfýsi. Gæska hans og háu hugmyndir eru mjög lofaðar. Hann er talinn maður, sem hvergi finni sinn líka. t*að er talað um liferni hans, hreinleika og visku, sem enginn geti jafnast við. I öllu sem hægt er að mæla með mannlegum mælikvarða er Jesús talinn hinn mesti maður. En í augum þeirra sem hafa álit á sér, hjá mörgum guðfræðingum, hjá ýmsum lærð- um mönnum og í auguin þeirra er hafa gert framþróun að trúarbrögðum s num — er Jesús að eins maður. Leir tala um Jesúm sem merkan mann, sem merkilegan, óvanalegan, framúrskarandi mann, sem all- ir mundu óska sér að vera líkir að ýmsu leyti. Aftur á móti er lítið talað um að hann sé meir en maður. Það er lilið talað um guðdómlegt eðli Hans, sem hann hafi

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.