Ljósvakinn - 01.11.1928, Síða 6

Ljósvakinn - 01.11.1928, Síða 6
56 LJÓSVAKINN átt með hinu manDlega. Og ef nokkuð er vikið að sliku, verður það frekar til að rýra þá hugmynd en að gera hana Ijósari fyrir mönnum. Það er að eins ein bók sem gefur full- komlega sögulegar upplýsingar um Jesúm, nefnilega Nýjatestamentið. Höfundar Nýja- testamentisins, þeir Matteus, Jóhannes, Pétur, Jakob og Júdas liíðu samtímis Jesú og voru í nánu sambandi við starfsemi hans i yfir 3 ár. Jesús skrifaði enga sögu um sjálfan sig. Hann lét ekki eftir sig neinar dagbækur svo menn viti til. Pað sem hann sagði, það sem hann gerði og það sem hann skrifaði er að finna í Nýja- testamentinu. Að vlsu er að finna í ritum Talmuds sögur um líf hans og verk, en það er ekki ætlun vor að vísa til þeirra hér. Eftir að Nýjatestamentinu var komið í eina heild hafa verið skrifuð mörg verk um lif Jesú og lyndiseinkunn. En allar slíkar bækur og ritgerðir hafa verið skrif- aðar með frásagnir Nýjatestamentisins meira og minna fyrir augum. Bæði vinir Jesú sem óvinir hafa að eins eina lind að ausa úr, viðvíkjandi lífi hans, framferði hans, verkum hans og kenningu. Sú stefna sem sumir hafa tekið, nefnilega að vinsa úr Nýjateslamentinu það sem þeim heíir þólt gott og fleygja hinu sem miður hefir látið vel í eyrum þeirra, er verk sem dauð- legir menn geta ekki gert með rétti — og sem engum er mögulegt að framkvæma svo að til gagns eða góðs veröi fyrir neinn. Pað er ekki til neins fyrir nokkurn lifandi mann að ætla sér að skera úr hvaða hlut- ar Nýjatestamentisins sé algerlega innblásn- ir af Guði og hvað ekki algerlega. Nýja- testamentið stendur saman sem heild. Pað er hið mikla ljós, sem Guð hefir gefið okkur viðvíkjandi verki Krists, oiðum hans og framferði á allan hátt. Pó Jesús frá Nazaret væri maður með holdi og blóði eins og aðrir menn, þá var alt ltf hans frá vöggunni til þess er hann sté upp til himins, i sambandi við himin- inn og yfirnáttúrlegur kraftur sást í öllu lífi hans. Pað var augljóst að jarðneskt umhverfi hafði ekki ráðin yfir honum, heldur himneskur kraftur. Við höfum ekki fyrir augum hið spámannlega orð Gamla- testamentisins, sem aftur og aftur umtalar komu hans og verk og starf hans meðal allra slétta mannfélagsins. Viö lítum að eins í þessum hugleiðingum á iif Jesú meðan hann var kallaður Jesús frá Naza- ret, og meðan hann ferðaðist um Júdeu og Palestínu í rúm 33 ár, og sem sýnir ljóslega að hann lét stjórnast af himnesk- um áhrifum. Að hann var maður líkur öllum öðrum mönnum er enginn vafi á. Pað eru marg- ar sannanir fyrir þvi. Við getum athugað nokkrar: »Pví það sem lögmálinu var ómögulegt, að því leyti sem það mátti stn einskis fyrir holdinu, það gerð Guð, er hann, með því að senda sinn eigin Son í líkingu syndugs holds, og vegna syndarinnar fyrir- dæmdi syndina í holdinu«. Róm. 8, 3. »Þar sem nú börnin eiga hlut í holdi og blóði, þá hefir hann og sjálfur fengið hlutdeild i því mjög svo á sama hátt, til þess að hann fyrir dauðann gæti að engu geit þann, sem hefir mált dauðans, það er að segja djöfulinmc. Hebr. 2, 14. »Verið því með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. Hann áleit það ekki rán að vera jafn Guði, þótt hann væri í Guðs mynd, heldur afklæddist henni og tók á sig þjónsmynd og varð mönnum lík- ur; og er hann kom fram að ytra hætti sem maður, lítillækkaði hann sjálfan sig og varð hlýðinn alt fram f dauða, já fram í dauða á krossi. Fyrir því hefir Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafn, sem er hverju nafni æðra«. Fil. 2, 5.-9. Fæðing Jesú boðuð. Pá tíminn nálgaðist að Jesú skyldi koma í heiminn í fyrra sinn var koma hans boðuð fyrir fram þannig:

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.