Ljósvakinn - 01.11.1928, Page 8
58
LJÓSVAKINN
er. Hann er mannlegur aö þvi leyti sem
hann er mannsins-sonur, en hann er meira:
hann er guðdómlegur, því hann er sonur
Guðs. Þegar María spurði: »Hvernig má
þetta verða?« svaraði engillinn réttilega:
»Ekkert er ómögulegt fyrir Guði«. Lúk. 1,37.
Þegar Jesús var fæddur kom eftirfarandi
boðskapur frá himnum til jarðarinnar:
»Yður er í dag Frelsari fæddur, sem er
Drottinn Kristur«. Lúk. 2, 11. Guðdómur
hans var tilkyntur um Ieið og hann fædd-
ist. Hann var fæddur af Maríu, en hann
var einnig Son Guðs. Hann var maður,
en einnig Guð. Hvortveggja er jafn vist.
Hann var frá himni, þótt hann kæmi i
heiminn af jarðneskri móður.
Herskarar englanna tóku undir með
englinum Gabríel og lofuðu Krist við fæð-
ingu hans:
»Og er hann aftur leiðir hinn frumgetna
inn í heimsbygðina, segir Hann: Og allir
englar Guðs skulu tilbiðja hann«. Hebr. 1, 6.
»Og í sömu svipan var með englinum
fjöldi himneskra hersveita, er lofuðu Guð
og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og
friður á jörðu með mönnum, sem hann
hefir velþóknun á«. Lúk. 2, 13. 14.
Nýjatestamentið, sem segir oss frá þvi
að Jesús var maður, segir oss líka frá þvi
að hann var »son Guðs«. Hann var ekki
að eins mannlegur, heldur og guðdómleg-
nr. Guði sé þökk fyrir hinn guðdómlega
Jesúm, sem einn hefir vald til þess að frelsa
og endurleysa. F. C. Gilbert.
£Ir það satt að Guð elskar heiminn?
»þess vegna er það að fg beygi kné mín
fyrir föðurnum . . . svo að þér rótfestir
og grundvallaðir i kærleika, fáið ásamt
öllum heilögum skilið, hver sé breiddin,
lengdin, hæðin og dýptin og komist að raun
um kærleika Krists, sem yfirgnæfir þekk-
inguna, og náið aö fyllast allri Guðs fyll-
ingu«. Ef. 3, 14.—19.
Horfi maður á kyrlátri kvöldstundu i
gegnum kíkir eða án kikirs á stjörnu-
herinn í hinum ómælanlega geimi, hve
mikil virðist þá ekki hæðin og dýptin
og breiddin vera þarna í geimnum? Mað-
ur vildi gjarna geta skilið dálítið af þvi,
en þaö sem skilningurinn getur ekki grip-
ið það finnur hjartað. Svipað fer þeim
sem í heilagri ritningu reynir að skilja
Guðs óendanlega kærleika i Kristi. 1 Ja-
kobsbréfi er Guð kallaður »Faðir Ijósanna
og hjá honum er hvorki umbreyting né
umhverfingarskuggi«. Stjörnuljósið stend-
ur ekki i sambandi við aðstöðu hér niðri
á jörðunni. Jafnvel þólt engir menn væru
hér til þess að dást að þvi, mundu
stjörnurnar samt sem áður senda sina
yndislegu geisla niður á jörðina i gegn um
myrkur næturinnar. Svipað er kærleika
Guðs háttað. Hann elskar oss og hann
elskaði oss að fyrrabragði, og kærleiki hans
breytist ekki, hvernig sem við breytum
gagnvart honum. Synd manna og uppreisn
hefir ekki breylt kærleika Guðs til vor.
»Hann lætur sina sól upp renna yfir vonda
og góða, rigna yfir ráðvanda og óráð-
vanda« sem sönnun fyrir sínum óumbreyt-
anlega kærleika. Jafnvel þólt hann yrði að
lála beiðingjana ganga eigin götu af þvi
þeir gleymdu skapara slnum, lét hann sig
ekki vera án vitnisburðar; en hann gaf
þeim »regn af himnum og frjóvsamar árs-
tíðir og fylti hjörtu þeirra fæðu og fögn-
uði«. (Sjá Posts.14, 17.)
Feguið og dásamlega niðurröðun, sem
finna má í náttúrunni, fuglakvakið og
blómailminn, og yfir höfuð að tala alt hið
fagra sem lifið hefir að bjóða i náttúr-