Ljósvakinn - 01.11.1928, Side 14

Ljósvakinn - 01.11.1928, Side 14
64 LJÓSVAKINN Indverskt likneski af Buddha. hugmyndum þeirra sem ekki komist í framkvæmd fyr eða síðar. En blindur má maður vera, ef maður heldur að mann- kynið hafi nokkuð batnað við þelta. í dag og daglega sýnir mannkynið hinar ljósustu sannanir um að það geti alls ekki frelsað sig sjálft. Siðferðishnignun er að finna hvar sem leitað er og fer vaxandi hröðum skrefum. Hugmyndir um réttlæti og órétt- læti eru óðum að ruglast. Og hvað um framtíðina? Er útlitið nokkuð betra? Að eins Guðs orð getur svarað spurningunni. Og svarið er ekki uppörfandi. Allir ritningarstaðir sem tala um nútíðina og tíman framundan þangað til Kristur kemur, bera greinilega vitnis- burð um hinar vondu tíðir sem vænta má — svo ástandið mun versna en ekki batna. Það er ómögulegt að villast á þessu: »En vita skallu þelta, að á slðustu dögum munu koma örðugar tíöircc. 2. Tím. 3, 1. Eftir- farandi vers tala svo um hvernig menn- irnir munu verða, og við megum gjarnan gæta að því, að það er hinn svo kallaði kristni heimur, sem hér er talað um, því það er talað um að þeir »elski munaðar- lífið meira en Guð« (það er þvi auðséð að þeir sem talað er um hafa^ þekkingu á Guði) og þeir hafa »yfirskin guðhræðsl- unnar, en afneita krafti hennar«. Og sam- kvæmt orðum Jesú mun hin sanna trú næstum verða horfin af jöröunni, þegar hann kemur aftur. Lúk. 18, 8. Ástandið á dögum Nóa, þegar »illska mannsins var mikil á jörðinni«, svo »allar hugrenningar hjarta mannsins voru ekki annað en illska alla daga« og »jörðin fyltist glæpaverkum« (sjá 1. Mós. 6, 5. 11) og einnig ástandið á dögum Lots, þegar alt siðferði virtist gersamlega orðið spilt, notar Frelsari vor til þess að gefa oss hugmynd um ástandið eins og það verði rétt áður en hann kem- ur aftur. Lúk. 17, 26—30. Alt hjal um það að ný ætt »nýtt kyn« muni hefjast á jörðinni betra en áður hafi tiðkast, verður því aö álitast sem hug- myndaflug, sem ekkert hafi við að styðj- ast, jafnvel þó þær hugmyndir komi frá fólki, sem langar til að svo verði — og Sverðdans í Indlandi. Indverskur í- próltamaðar dansar á beitlum sverðs- eggjum í nœrveru rikiserfingja Brelaveldis.

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.