Ljósvakinn - 01.11.1928, Side 17
LJÓSVAKINN
67
Þetta ætli að vera nóg. Þetta hlýtur að
vera nægilegt til þess að sannfæra hverja
sannkristna manneskju, sem ekki er þvi
meir búin að rugla saman kenningum
ritningarinnar við »austurlenska speki«.
»Eg er vegurinn til friðar«. Hvílik ofdirfska
af manni að segja slikt, hvort sem það
væri Evrópumaður eða Indverji. Það er að
eins einn sem í sannleika getur sagt: »Eg
er vegurinn« (Jóh. 14, 6.) það er að eins
einn sem i sannleika er »vor friður« (Ef.
2, 14. Mik. 5, 4.) nefnilega Jesús Kristur,
hinn eini sanni »friðarhöfðingi« (Jes. 9, 6.)
hinn sanni mikli heimskennari, sem sagði:
»Lærið af mér . . . þá munuð þér finna
sálum yðar hvild«. (Matt. 11, 29.) »Mér
er gefiö alt vald á himni og jörðu. Farið
þvi og gerið allar þjóðir að minum læri-
sveinum . . . með því að kenna þeim að
halda alt það sem eg hefi boðið yður«.
(Matt. 28, 18.—20.)
Og aítur: að menn eigi »sjálfir« að geta
»frelsað mannkynið«. t*að á að sýna mönn-
um að frelsi þeirra, hamingja og frelsun
sé í »hugskoti þeirra«. Menn sjálfir eigin
frelsarar. Þetta er ekki hinn sanni fagn-
aðarboðskapur — svona hljómar hann ekkil
Hann vísar hvorki til Krishnamurti né
nokkurs annars manns, heldur til Jesú
Krists og segir að »það er ekki frelsi i
neinum öðrum«; og »það er eigi annað nafn
gefið undir himninum, er menn kunni að
nefna, sem oss sé ætlað fyrir hólpnum að
verða«. (Posts. 4, 12) »Pú skalt kalla nafn
hans Jesú, þvi hann mun frelsa fólk sitt
frá syndum þeirra«. (Matt. 1, 21.) Jesús
Kristur er hinn eini wmeðalgangari milli
Guðs og manna« og »hann gaf sjálfan sig
til lausnargjalds fyrir alla«. (1. Tím. 2, 5. 6.)
Afvegaleiðandi frá Austurlöndum.
Kenningin um Krishnamurti sem heims-
kennara er fölsk kenning, sem er í gagn-
stöðu við kenningu ritningarinnar, hversu
fallega sem hún kann að lita út og hversu
æskilegt sem sumum kann að viiðast að
hún væri sönn. Og hversu sem þeir eru
hrifnir af honum, sem hylla hann »sem
hinn nýja heimskennara«, eins og frú
Annie Besant komst að orði við blaða-
mennina, sem áður hefir verið vikið að.
Opinberlega stjórnar Indverjinn J. Krish-
namurli félaginu »Stjarnan frá Austria og
hefir hann aðalaðseturslað sinn i Ommen
i Hollandi, þar sem hann dvelur 3 mán.
ársins. Aðra 3 mán. dvelur hann í Adyar
í Indlandi, sem er aðalaðsetur guðspek-
innar, og 3 mán. dvelur hann í Ojai-daln-
um í Kaliforniu, þar sem er i ráði að
stofna stóra Dýlendu í því skyni »að skapa
miðstöð fyrir nýja menningu«. Xristni
Vesturlanda á þannig að fá meira af hin-
um »austurlensku spáförum« (sbr. Jes 2, 6.).
Þúsundir manna kalla: »Sjáið þarna!«
»Sjáið hérl«. Hinn mikli óvinur sálnanna
reynir með öllu mögulegu að draga hugi
fólks — jafnt þeirra sem einlægir eru og
hinna sem óvandaðir eru — frá orði Guðs
og hinum sérstaka sannleika, sem gildir
fyrir núlifandi kynslóð. Nú dugar ekki að
láta sig dreyma um »nýtt mannkyn«, sem
sé að fæðast til þess að frelsa þenna heim,
eða búa sér til hugmyndir um nýjan
»heimskennara« cftir austurlenskum hælti.
Heldur þurfa allir að vera einhuga í að
undirbúa sig undir endurkoinu Frelsarans,
sem kemur til þess að eyðileggja synd og
taka þá heim til sfn, sem trúa á hann
»og elska opinberun hans«.
Það sem heimurinn þarfnast nú er alls
ekki heimskennari, sem tali beint í gagn-
slöðu við kenningu rilningarinnar, sem er
Guðs vilji opinberaður mönnum. Mannkynið
befir ekkert gott af því að láta sig leiða af
Stjörnunni frá Auslri, sem kemur 2000 árum
of seint, heldur þarf hver einstaklingur að
láta leiðast af honum, sem er »ljós heims-
ins« (Jóh. 8, 12.). Menn þurfa að þekkja
wveginn, sannleikann og lífið«. Mannkynið
þarf að kynnast Kristi en ekki Krishna-
murti.
Pýlt úr norska blaðinu „Tidens Tale ‘.