Ljósvakinn - 01.11.1928, Side 22

Ljósvakinn - 01.11.1928, Side 22
72 LJÓSVAKINN Ymn syo að gagni komi. Það var komið myrkur. Ralph Nesbit sem átti hríst;rjónaakurinn var á leiðinni heim. Regar hann kom heimundir, þóttist hann sjá skuggann af manni, sem gekk á undan á sandinum, Ralph kipti i taumana og stansaði hestinn og hrópaði: »Halló Jason, þú ert seint við vinnu í dag!« Gamli negrinn snéri sér við og setti pokann sem bann var með og var fullur af hrísi á jörðina með mikilli leikni. »Já, Massa«, sagði hann vingjarnlega og skein i tennur hans er hann brosti, »ég ætla mér að ljúka við þetta litilræði«. Nesbit hafði fengið hann í vinnu snemma um morguninn og látið hann svo eiga sig það sem eítir var dagsins. Pó komið væri nú myrkur og kvöld, vann Jason enn af kappi. »Þú þarft ekki að ljúka við þetta, Jason«, sagði bóndinn við hann er hann gekk við hliðina á honum. »Komdu aftur á morgun«. »Nei, Massa«, sagði gamli svertinginn, »ég kann ekki við að hætta við verk mitt, fyrr en ég hefi lokið við það. Maður gelur ekki vitað hvað komi fyrir þangað til í fyrramálið. t*egar ég tek mér verkfæri í bönd kann ég ekki við annað en að ljúka við það sem ég hefi ætlað mér að fram- kvæmaa. »En ef verkið yrði nú ekki framkvæmt á skemmri tima en tveim dögum?« »Já, Massa, ef þyrfti til þess tvo daga þá væri ég tvo daga. En sé hægt að gera það í einni atrennu, þá vil ég nú helst gera það«. Pessir tveir menn voru nú komnir að vegamótunum. Önnur leiðin lá heim að bóndabýlinu, en hin að kaitöflugryfjunni nálægt peningshúsunum. »t*að er létt hjá þér, Jason«, sagði Nes- bit, »það er ekki lítils um vert að ljúka við það verk sem inaður hefir byrjað á. Ég lofaði þér 1 skeppu af kartöflum fyrir að útbúa gryfjuna fyrir mig, en nú ætla ég að láta þig hafa 2 skeppur, og þú getur sjálfur mælt þær. Góða nótt, Jason«. Viku síðar kom biskupinn til þess að heimsækja sóknina sem þessi bóndabær var í. Er hann var að borða hjá Nesbit, sagði hann biskupnum frá Jason. »Alt er opið fyrir þeim sem sýna áhuga í að Ijúka við verk sin«, sagði biskupinn, »en sá sem hirðir ekki um að Ijúka við neilt, fær máske engin laun«. Mig minnir að það væri Amiel, hinn frægi rithöfundur frakka er sagði: »Verk sem ekki hefir verið lokið við er einskisvirði«. „Bókstafurinn deyðir en andinn lífgar“. Sumir halda þvi fram að lögmálið eigi að haldast andlega, en það þurfi ekki að h'ýða bókstaf þess, því post. segi i 2. Kor. 3, 6: »Bókstafurinn deyðir en andinn lífgara. Að vísu gerir hann það, og það benti iíka Frelsari vor á, er hann átti tal við nokkra af Gyðingunum, þá af þeim, sem rneð hatur í huga reyndu að fá tækifæri til að dæma hann og deyða. Og hann beinir þessari spurningu til þeirra: »Hefir ekki Móse gefið lögmálið? Og enginn yðar heldur lögmálið. Hversvegna reynið þið að deyða mig?«. Það sem Gyðingana vantaði var ekki bókstafurinn, heldur vantaði þá að fylgja bókstafnum í anda og sannleika. f*eir létu sér nægja að halda bókstafinn eins og þeir kölluðu. En lögmál Guðs dæmir ekki aðeins verkin heldur einnig hugrenningarnar. Þó þeir héldu lögmálið að þvi er bók- stafinn áhræðri, þá brutu þeir það samt með þvi að ala hatur í hjarta og reyna á allan hátt að áklaga Jesúm, svo Rómverjar

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.