Kennarinn - 01.02.1903, Blaðsíða 2

Kennarinn - 01.02.1903, Blaðsíða 2
ÍCENNAftíNN ÍÓ fallinn maður. — Lesum á mannlífmu öllu letraða syndina og dóm hennar. í samviskum okkar sömuleiðis. En fullnaðar-úrskurðurinn óáfrýjanlegi synd- inni viðvíkjandi í guðs orði. Maðurinn með vaknaða samviskuna augliti til auglitis við þann úrskurð guðs segir: Þú ert réttlátur, sem dæmir. — Hver er svo hólpinn? — 2. Fyrir réttlæti hins eina (Jesú Krists) kemur réttlaetið til allra, sem trúa, og eilíft líf og sæla. — Maðurinn syndugi, fallni, seki, getur ekki bjargað sér. Getur ekki afplánað synd sína og hafið sig tiksamfélags við guð og lífsins í guði (lífi i kærleika og hlýðni). Ómögulegt. Mætti eins vel segja manninum að taka í hárið á sér og lyfta sér upp frá jörðinni. En maður- inn þráir lausn undan ríki syndar og dauða og inn í samlíf með guði. Og Jesús Kristur er hjálpin. Alt, sem hann hefir gert, fullnægir þrá og þörf hins synd- fallna og seka manns. Fyrir hann—hann einn — fæst réttlæti (fyrirgefning, uppgjöf á allri sekt) og eilíft líf: líf í samfélagi við guð hér og síðar. Náðar- gjöf öllum veitt, sem trúa á Jesúm Krist. — Hjá þeim ríkir náðin. Hjá hinum syndin. Þar sem náðin kemst að sýnir hún vald sitt yfir syndinni. — Lögmálið (v. 20.) lætur syndina brjótast út, svo syndarinu þekki sig sem syndsjúkan og leiti til Krists. AÐ LESA DAGLEGA.—Mán.: Matt, 10. 34—42. Þrið.: Matt. 12, 1—14. Miðv,; Matt. 12. 22—37. Eimt.: Matt. 12, 38—50. Föst.: Matt. 13, 1—23. Lauc,: Matt. 13. 24—43. KÆKU BÖRN ! Ef þið hefðuð dottið ofan í brunn, þætti ykkur þá ekki vænt um ef einhver hjálpaði ykkur upp úr? Vissulega. Einnig ef þið væruð veik og einhver gerði ykkur frísk. Líka ef þið hefðuð vilsl og einhver fyndi ykkur og færi með ykkur heim til pabba ykkar og mömmu. Ykkur myndi finnast þið hafa ratað í miklar raunir og þykja vænt um að komast út úr þeirn. Lex. segir nú einmitt frá raununum, sem mennirnir allir rötuðu í. Adam, fyrsti maður- inn, var óhlýðinn guði og syndgaði. Þá kom syndin inn í heiminn til mann- anna. Þeir urðu þá allir syndugir—urðu vondir. F'óru að elska sig í staðinn fyrir guð. Það er að vera vondur, börn. Og svo kom alt hið ljóta og svarta inn í heiminn með syndinni. Dauðinn líka. Syndin er skelfileg. Öll bágindi mannanna koma af henni. Og mestu bágindin, að þeir hafa yfirgefið guð og vilja ekki gera það, sem hann vill. 1 þessum bágindum væruð þið og allir menn, ef Jesús hefði ekki komið til þess að frelsa ykkur og alla menn. Vegna þess, sem Jesús gerði, vill guð fyrirgefa okkur syndir okkar, þegar við trúum á Jesúm og biðjum um fyrirgefning. Vegna þess, sem Jesús gerði, tekur hann okkur þá að sér og elskar okkur. Og hann vill vegna Jesú hjálpa okkur til að vera hlýðin og góð börn sín. Og láta okkur vegna Jesú verða sæl. Ættum við þá ekki glöð að þakka guöi fyrir alt það, sem guð hefir látið Jesúm gera fyrir okkur. Jú, það er víst. Ykkur finst það líka, börnin mín. ,,Eg gleðst af því eg guðs son á, ■ er bæta fátækt mína má, hann gaf mér sig og alt um leið, og minni létta sálarneyð." sb. 211, 1. --------ECOO-t---------- Fyrsta sd. í níuviknaföstu.—8. Feb. (Septuagesiuia ) Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Dæmisagan um yípgarðsmepnina. Hvar stendur það? Matt. 20, t—16.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.