Kennarinn - 01.02.1903, Blaðsíða 5

Kennarinn - 01.02.1903, Blaðsíða 5
KENNARINN 13 um þá þaö, sem eflir eindrægni og sameiginlega uppbyggingu. 20. Brjóttu ekki niöur verk guðs vegna fæöunnar! Alt er aö sönnu hreint, en er þó ilt þeirn manni, sem etur til ásteyting- ar. 21. það cr gott hvórki að cta kjöt, né drekka vín, cða (gjöra) neitt, sem bróðir þinn steytir sig á eða hneykslast eða vciklast af „Ekki að lifa sjálfum sér, heldur drotni", á aö vera lífið í ailri hegðan okkar gagnvart öðrum. Þegar eg hugsa um það, hvernig eg eigi að vera við aðra, þá á eg að hugsa: I-Ivað vill drottinn?—Lex., áframhald síðustu lex., sýnir, hvernig við í hegðun okkar yið aðra lifum í sannleika drotni:—F.f veikir, eigum þá ekki að gruna aðra um óeinlægni. Ef sterkir, ekki þá að fyrirlíta þá veiku (io). Frammi fyrir guði, sem dæmir alla, stöndum við. Sérhver á að standa honum reikningskap af sjálfum sér: af því, hvernig hann hefir lifað (11. 12). Vörumst aila kærleikslausa dóma. Líka það að leiða nokkurn afvega með hegðun okkar(i3). Fiða með henni koma óorði á okkar kristilega frjáls- ræði (16'. Gleymum ekki, hvað guðs ríki er ■ 171. Né heldur, hvað við þess vegna eigum að stunda um fram alt (19). Munum eftir verkinu, sem guð er að vinna í heiminum og í mannssálunum. Þótt eitthvað sé leyfilegt, megum við ekki beita okkar kristilega frjálsræði til að spilla fyrir því verki 120. 2ik Spurn- ingin ekki að eins: hvað er leyfilegt? Heldur líka: hvað er gagnlegt fyrir mig og aðra? Með hverju hjálpað best áfram verki guðs—eg. sem á að lifa drotni. —Getum ekki lifað sjálfum ókkur algerlega; því þótt við ekki vitum af eða viljum, verður samt hegðun okkar fúlga, sem við leggjum af mörkum antinað- livort til að lyfta manulífinu eða sökkva því — verður að álirifum til góðs eða ills. — Maður, sem lifað hafði öðrum til ills, kallar deyjandi: ,.Safnið saman áhrifunum mfnum og jarðið þau!" En þau halda áfram að lifa. — Er verið að koma í veg fyrir að tæringarsjúkt fólk hræki annars staðar en þar, sem hrákinn er hættulaus fyrir fólk, af ótta fyrir sóttnæminu í hrákanum. Hættulegri sótt- efni eru í illu áhrifunum—ljótu hegðaninni, syndsamlega lífinu. Ahrifin okkar þurfa endilega að sótthreinsast. AÐ LESA DAGLÉGA.—Mán.: Mnrk. 10, 17—31. Þrið.: Mark. 10, 32—45. Miðv.: Mark. 11, 12—25. Fimt.: Mark. 12, 357-45. Föst.: Lúk. 4, 14—30. Lauy. Lúk. 5, 1—II. . KÆIÍU BÖRN! Hafið þið hugsað um, hvað það er að hegða sér vel? F.g veit, að þið hafið heyrt talað um það. F.n ef til vill hefir ykkur þótt það leiðin- iegt. Og hugsið undir eins um snuprur og um að sitja inni og nra skammar- krók, þegar talað er um góða hegðan. Það megið þið ekki. En eg ætla að biðja ykkur heldur að lmgsa um málara einn ungan hér í Ameríku, þegar þið hugsið uni góða hegðun. Hann hafði málað mynd, í sjálfu sér fallega, og selt. En þá datt honum í hug, að mvndin yrði ef til vill misskilin og áhrif hennar svo slæm á ístöðulitla. Fór svo og keypti myndinaaftur. Maðurinn.sem keypt hafði, furðaði sig á þessu og spurði, hvort hann hefði ekki borgað honum nóg fyrir liana. F.ð-i hvort hann þyrfti peninga við. Málarinn svaraði: ,,Að vísu er eg fátækur: ■ n listin mín er lífið mitt. Þess vegna er erindi hennar að vera öðr- um til góðs. Mvndin mín getur skaðað; Jiess vegna vil eg ekki, að hún fari út í heiminn. Nú, börnin mín, hegðunin ykkar á líka að vera til góðs. Og þið eigið að vilja jiað, eins og málarinn vildi það um myndirnar sínar. Hann vildi mála myndir til góðs. Svona eigið þið að vera með hegðun ykkar eins og myndir, sem hafa áhrif til góðs. Væri það ekki gaman? Og að svona lifandi myndum vill guð gera ykkur til blessunar fyrir Jesúm Krist. Lofið honum að hafa áhrif á ykkur; þá verðið þið svona myndir. ,,Eg gleðst af því eg guðs son á; því bönd hans liefir brotið sá, nú grandað fær ei duuðinn mér; sem bróðir minn og vinur er,"

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.