Kennarinn - 01.02.1903, Blaðsíða 6

Kennarinn - 01.02.1903, Blaðsíða 6
U KENNARINM Sd. í föstu-inngang.—22. Febr. f Quinquagesima.) Hvaöa sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Sklrn Krists, Hvar stendur það? Matt. 3. 13—17. Hvað er skírnin? Fræðin segja: Skírnin er ekki algengt vatn eingöngu, tieldur er hún vatnið, guðs boði um vafið og guðs oröi samtengd. Hver voru efni og minnistextar lex. þrjá síðustu sunnud.? Hvar stendur lex. á sunnud. var? 1. Því eigum við ekki að dæma meðbræður okkar? 2. Hvað er guðs ríki ekki? Og hvað er það? 3. Hvað eigum við að neita okkur um vegna veiks bróður? Og hvers vegna? — Hver er lex. í dag? Hvar stendur htín? Lesum hana á víxl. Les upp minnistextann. HjálprxOi af trá. _ Rdm. 10, 4—13. — Minnist, v. 9. 10. 4. Því aö endirlögmálsins er Kristur, til réttlætis sérhverj- rnn, sem trúir. 5. Því aö Móses skrifar um þaö réttlæti, sem er af lögmálinu, aö sá, sem gjörir þessa hluti, muni af þeim lifa. 6. En þaö réttlæti, sem er af trúnni, mælir þannig: Seg þú ekki f hjarta þínu: Hver mun fara upp í himininn? Þaö er: til aö sækja Krist. 7. Eða hver mun fara niður í undirdjúpiö? Þaö er: til aö sækja Krist frá dauö- urfl? 8. En hvað segir þaö þá? Nálægt þér er orðiö í muitni þínum og í hjarta þfnu. Þetta er orö trúarinnar, sem vér prédikum. 9. því ef þú vidurkennir tneS tnunni þínum drottinn Jcsúnn, og trúir i hjarta Jinu, aff guff hafi uppvakiff hann frá dauffum, muntu hólpinn verffa. 10. því aff meff hjartanu cr trúað, til rcttlœtis, en með tnunninum viðurkent, til hjálprœðis. n. Því aö ritningin sngir: Hver, sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða. 12. Því aö ekki er greinarmunur á Gyöingi og grískum; því sá sami er drottinn allfa, ríkur (náðar) viö alla þá, sem hann ákalla. 13. Því aö hver, sem ákallar nafniö drottins, mun hólpinn veröa. ,, Hvað á eg að gera, svo eg geti lifað?" spyr allslaus raaður og finnur til. Málið liggur þungt á honum. ,,Hvað á eg að gera, svo eg verði hólpinn?'‘ spyr andlega bjargþrota maður með vakandi samvisku og finnur sáran til. Um það er að ræða, sem fyrir honum er meira um vert en þetta líf. Þarf að fá áreiðanlegt svar. Hvert er það? Lex. gefur þaö. 1. Maðurinn gerir sig ekki hólpinn. Sumir segja'- Gerðu þitt besta. Ef þú reynir að vera eins góður og guðhræddur og þér er hægt: — ef tilfinningar þínar eru góðar eða ásetningur þinn; — ef ekkert glapsamlegt finst í fari þínu o.s.frv,—, þá verður þú hólpinn. Hjálpræðisvegur til búinn af mönnum. Heiðinglegur vegur. Margir á þeim vegi, sem telja sig með kristnum mönnum. Iívert leiðir hann? kafi á þaim vegi hjálpar ekki. Öfug braut leiðir ekki að takmarkinu, hvað kappsamlega sem maður gengur hana. Sjá Gyðjnga 1 v. 2. 3.). — Lögmálið segir: Þú skalt gera — uppfylla — þá verður þú hólpinn. En við getum ekki—við, sem ein- lægt brjótum. — Guð gerir okkur hólpin með því að við trúum á Jesúm Krist. Trúarvegurinn—hjálpræðisvegurinn. Og þó er fyrirlitlega talað um trúna. Vill guð það? Er það ekki að tala fyrirlitlega um hans hjálpræðisveg? Viljum við að guð geri okkur hólpin? Undir því komið, hvort við höfum reynt hið sama og Páll postuli—að við ekki getum sjálfir. — Lögmálið ekki sitt eigið tak- mark. Jesús takmark þess. Leitið til hans (Gal. 3, 24), lætur manninn finna til þess, að hann þarf á Jesú að halda, svo hann trúi á hann sér til réttlætis (4).

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.