Kennarinn - 01.02.1903, Blaðsíða 8

Kennarinn - 01.02.1903, Blaðsíða 8
i6 kennarinN aö vita, að eg em drottinn, þá eg útrétti mína hönd yfir Egyptaland og útleiði ísraels niðja þaðan. 6. Þeir Móses og Aron gerðu nú sem drottinn hafði þeim um boðið. 7. Var Móses áttræður, en Aron hafði þrjá uin áttrætt, þá þeir töl- uðu við faraó. Nú byrja nýjar lex. met5 þessum ársfjóröimffi. Byrjum þar sem við hætt- um sumar sem leið: á frásögunni í Exódus um það, hvernig guð leiddi með voldugri hendi fsrael út úr Egyptalandi fyrir milligöngu Mósesar. (Kennarinn lesi upp og gefi stutt yfirlit). — Stríðið við faraó byrjar nú fyrir alvöru. (Faraó titill konunganna í EgyptaÍandi. Rameses II., hinn mikli, líklega faraó áþján- arinnar. Sonur hans, Menefta, þá faraó burtfararinnar — sá, sem lex. nú á við), Móses óttast, að hann fái engu áorkað við faraó (6, 30).—Gott að finna vanmátt sinn, ef maður vill leita til drottins og treysta honum og i því trausti takast verk á hendur. Þá veit maður, að mátturinn er hans, og þakkar honum. Það gerði Móses. — 1. Stórt embætti (t. 2): ,,Guð yfir faraó": Móses ekki að eins guðs erindreki og fulltrúi gagnvart faraó, heldur líka sá, sem dýrð guðs almættis birtist faraó í og fyrir. Guð brúkaði hann sem opinberara sinn. Hann á að segja og gera það, sem guð býður lionura, hvort vel líkar eða miður. Þeir, sem kenna eiga guðs orð, eiga að kenna eins og guðs orð, hvort vel líkar eða miður. —2. Ervitt embætti (3—5'. Var við rammau reip að draga. l'araó vill ekki og verður verri: ,,Eg vil forherða" o.s.frv. (3) sbr. v. 22. 23. H: 15. 32. 9, 7. 34. 10, 1. — Ekkert hneykslanlegt. Hér að ræða um dóm guðs yfir manni, sem ekki vill snúa sér, heldur forhérðir sig gegn allri opinberun guðs. Sá, sem segir ósatt og iðrast ekki, verður meiri og meiri vantrúarmaður o.s.frv. Birtist hér guðs dómur yfir þeim, sem forherða sig. Hver er nú mun- urinn á því að segja: ,,Það er andlegt lögmál, sem ræður hér", eða ,,guð gerir það"? — Er ekki lögmálið guðs? Fjrir hinum helgu rithöfundum var guð nálægur guð, allsstaðar nálægur guð, allsstaðar verkandi -ekki langt burttt og hvergi komandi nærri.—Fyrir mótspyrnuna birtir guð dýrð síns almættis, svo það skal verða augljóst, að það er hann, sem með voldugri hendi frelsar sraei.—Móses fékk að reyna mitt í ölluru erviðleikum: ,,Ef guð er með mér, hver er þá á móti mér?" — Hið sama getum við reynt. En gleymum ekki heldur hinni alvarlegu lex. um dóm guðs yfir iðrunarleysinu. Hann á að verða okkur til iðrunar. — 3. Trúir embættismenn (6—7.): Gera það, sem þeim er boðið.—Eigum í hvaða stöðu sem er að hafa hugfast.—Verðum aldrei of gamlir að vinna verk fyíir drottinn. AÐ LKSA DAGLEGA. — Mán.: Lúk. 9, 51—62. kiiÖ.: Lúk. 10, 1 —16. Miðv. : Lúk. 11,1—13. Fimt.: Lúk. 11. 29—36, Föst.: Lúk. 11, 37—52. Lauit.: Lúk. 12, 22—34. KAiRU BÖRN! Þið heyrðuð í lex. um mann, sem forherti sig, vildi ekki iðrast. Og svo varð hann verri og verri. Guð léi hann verða verri og verri. Það var dómur guðs yfir honum. Og guð lætur alla verða verri og verri, sem ekki vilja iðrast. Hann vill einmitt með því láta okkur öll finna til þess, hvað hættulegt það er. að vilja ekki iðrast. I-fvers vegna? Það er einmitt til þess að við leikum okkur ekki að því að vera vond, heldur iðrumst. Þið mynduð ieika ykkur að eldinum, ef hann brendi ekki. En nú lætur guð hann brenna ykkur, til þess þið leikið ykkur ekki að honum. Eins er raeð hið vonda. Það ér hættulegt að vera vondur og vilja ekki iðrast. Guð vill nú kenna ykkur með Jex. að muna eftir því að iðrast. Þegar þið hafið verið vond, þá að kannast við og biðja um fyrirgefning. Guð vill einmitt gera ykkur góð; en hann getur ekki gert þann góðan, sem leikur sér að því að vera vondur. Biðjið nú guð: Hjálp- aðu okkur til að iðrast, þegar við erum vond, svo þú getir gert okkur góð. Amen. ,,Eg gleðst af því eg guðs son á, og bið þig heitt um blessun þá, eg gleðst, ó Jesú minn, í þér, að burt þú aldrei hrindir mér." --------Ii ■ CS»"rT~i 1 721 -a------—

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.