Kennarinn - 01.02.1903, Blaðsíða 7

Kennarinn - 01.02.1903, Blaðsíða 7
KENNARINN 15 —Versin 6.—8. sbr. 5. Mós. 30, 11 —14. Hugsunin: MeS eigin kröftum og áreynslu sækjum viS ekki réttlætið og hjálpræðið. Er komið í Jesú Kristi. Hann hjá okkur í ,,orði trúarinnar": fagnaðarerindinu. — Tökum við honum, trúum á hann, treystum honum, játum hann og verum með honum sem frelsara okkar, þá verðum við hólpnir (9. 10). Játning munnsins, að við könnumst við hann sem frelsara, en látum okkur ekki minkun þykja að vera hans (Matt. 10, 32. 33), sýnir að trúin er einlæg. Orð gamla testament. vitnar um hinn sama veg hjálpræðisins—veg trúarinnar (11 —13). Sjá Esaj. 28, 16 upp á v. 11. og Jóel 3, 5 upp á v. 13. AÐ LESA DAGLEGA.—Mán.: Lúk. 6. 27—.18. Þrið.: I.úk. 6, 39—49. MiÖv.: Lúk. 7, 1 —10. Fimt.: Lúk. 7, 36—56. Föst. Lúk. 8, 16—25. Lauc.: Lúk. 9, 18--27. KÆRU BÖRN! Eg man, að þegar eg var barn, þá var ósk ein efst í huga mínum'. Eg hugsaði, að ef eg eignaðist nokkurn tíma óskastundina, þá skyldi eg óska mér þess. Hvað haldið þið, að það hafi verið? Eg ætlaði að óska mér þess, að eg yrði sæll. Nú veit eg, að þið viljið líka verða sæl. En hvort þið eruð að bíða eftir nokkurri óskastund, það veit eg ekki. En nú vil eg segja ykknr, að ekki þurfið þið að bíða eftir henni. Jólanóttin, þegar Jesús fæddist, var óskastundin; hví þá kom hann, sem vill gera ykkur sæl. Munið það, börn, að það er hann, Jesús, sem gerir ykkur sæl; en ekki þið sjálf. Hann er hjá okkur f skírninni, guðs orðinu og altarissakramentinu, til þess að gera okkur sæl. Ef þið trúið á hann, treystið því, að hann geri ykkur sæl og verðið með honum, þá verðið þið sæl. Þið megið vera viss um það; því hann vill gera ykk- ur sæl. Biðjið nú: Góði Jesús, hjálpaðu okkur til að trúa á þig, svo að þú getir gert okkur sæl. Amen. ,, Eg gleðst af því eg guðs son á, og þangað leiöa þrautum frá liann gefa vill mér himin sinn, í þreyða friðinn anda minn." Fyrsta sd. í föstu.—1. Mars. ( Quadragetiima.) Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Freisting Jesú. Hvar stendur það? Matt. 4, 1—11. Hver eru innsetningarorð skírnarsakramentisins? ,,Mér er gefið alt vald á himni og jörðu. Farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírandi þá til nafns föðursins og sonarins og heilags anda og kennandi þeim að gæta alls þess, sem eg heíi boðið yður. Og sjá, eg er með yður alla daga alt til veraldarinnar enda. " Matt. 28, 18—20. Hver voru efni og minnistextar lex.fjóra sfðustu sunnud.? Hvar stendur lex. á sunnud. var? 1. Hvað er endir lögmálsins? 2. Hvað útheimtist af þér til þess að þú getir orðið hólpinn? 3. Hver munur er á Gyðingum og Grikkjum með tilliti til sáluhjálparinnar? — Hver er lex. í dag? Hvar stendur hún? Eesum hana á víxl. Les upp minnistextann. FAHAÓ FORHERTUR. 2. M<5s. 7, 1—7. — Minnist.: í upphafi 4. v. 1. Drottinn sagði við Móses; Eg heíi sett þig sem guð yfir faraó, en Aron bróðir þinn skal vera þinn spámaður (túlk- ur). 2. Þú skalt tala alt það, er eg býð þér, en Aron bróðir þinn skal flytja viö faraó, að hann gefi ísraelsmönnum farar- leyfi úr landi sínu. 3. En eg vil forherða hjarta faraós og fremja margar jarteiknir og stórmerki í Egyptalandi. 4. t'araó mun ckki skipast viS orð’ ykkar, og skal eg þá leggja mína hönd á Egyptaland og útleiða þaðan herskara mína, Israels niðja, með stórum refsidórnuin. 5. Skulu Egyptar fá

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.