Kennarinn - 01.04.1903, Blaðsíða 3

Kennarinn - 01.04.1903, Blaðsíða 3
KENNARINN 27 DAUÐINN UPPSVELGDUR í SIGUR FYRIR DROTTIN VORN JESIÍM KRIST. 1. Kor. 15, 49—57. “ Minnistexti 55- v. 49. Og eins og vér höfum boriö líking þess jarðneska, eins munum vér og bera líking þess himneska. 50. En þetta segi eg, bræður, að hold og blóð getur ekki erft guðs ríki, né hið forgengilega óforgengilegleikann. 51. Sjá, eg segi yður leynd- ardóm: Vér munum ekki allir sofna, 52. en allir um- breytast í vetfangi, í einu augnabliki við hinn síðasta lúðurs þyt (því lúðurinn mun gella, og hinir dauðu upp rísa ófor- gengilegir, en vér umbreytast). 53. Því hið forgengilega verður að íklæðast óforgengilegleikanum, og hið dauölega ó- dauðlegleikanum. 54. En þegar hið forgengilega íklæðist ó- forgengilegleikanum, og hið dauðlega ódauðlegleikanum, þá rætist það, sem skrifað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. 55. Dauffi, hvar cr þinn broddur? Helvíti, hvar er þinn sig- uri 56. En broddur dauðans er syndin, en afl syndarinnar- innar er lögmálið. 57. En guði sé þakkir, sem oss hefir sig- urinn gefið fyrir drottin vorn Jesúm Krist. Verður a5 lesa lex. í sambandi viS það, sem postulinn þegar er búinn að segja í þessum dýrðlega kapítula. Búinn að sýna fram á, að áreiðanlegleiki upprisu Jesú Krists sé vel staðfestur. Einnig, að án hennar sé kristna trúin fá- nýt. Líka hrekja nokkrar mótbárurgegn upprisu hinna trúuðu. I lex. sýndir hinir stórkostlega dýrðlegu ávextir upprisu Jesú Krists. Það ætti aðhrífa krist- inn mann að hugsa um þá og gera honum heitt um hjartaræturnar. Þurfum að læra af Páli postula að hugsa um kristindóminn. Hann vex óneitanlega við það í augum okkar. Enda þarf hann jjess. Við virðumst hafa svo raunalega ves- ala tilfinning fyrir mikilleik og dýrð hans.—Jesús upprisinn. Og við, sem trúum á hann, munum upprísa. Jesús dýrðlegur. Og við verðum líka dýrðlegir. Þetta hinn mikli boðskapur.—i, Hofum fengið arf frX Adam. Og fAum annan frX Jesú (49). En sá munur! Hugsum um það, í hverju við líkjumst Adam. En svo, að hverju leyti við eigum að líkjast Jesú. (Sbr. i. Joh. 3, 2). En munum, að það, sem við verðum, á að byrja hér fyrir trúna á Jesúm. Án sannrar trúar hér enginn dýrðlegur arfur síðar meir.—2. Nýr líkami nauðsy - legur (50): Þessi líkami, sem við berum, kemst ekki í guðs ríki. Þurfum því að fá andlegan líkama. Fyrir Jesúm Krist fáum við hann. 3. Breytingin, sem verður X okkur, er leyndardómur (51—54). Ef okkur væri ekkert opinber- að um hana, þá vissum við ekkert um hana. Postulinn tók ekki kenninguna upp hjá sjálfum sér. (Sjá i. Tess. 4, 15). Vitum, að breytingin verður við endurkomu Jesú. En ekki, hvernig þeir, sem dánir eru, fá nýja líkami, eða þeir, sem á lífi verða þá, á einu vetfangi verða fyrir umskiftunum.—Þáerdauð- inn ekki íramar fyrir þá. sem dýrðlegir eru orðnir með Jesú: „Uppsvelgdur í sigur"—(sjá Esaj. 25, 8) = með öllu sigraður, ekki til.—4. Sigursöngur i>ost- ulaNs (55—57). Hugsunin um hin dýrðlegu umskifti verða aðsöng í sálu post- ulans. Ætti líka að verða það hjá okkur. Orðin það? Hvílík tilhugsun: Eng- inn dauði og engin synd! Heldur fullkomið, dýrðlegt líf! Og fyrir Jesúm fæst

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.