Kennarinn - 01.04.1903, Blaðsíða 6

Kennarinn - 01.04.1903, Blaðsíða 6
30 KENNARINN gaman a8 heyra talað. Langar ykkur nokkurn tíma til að verða undir? Langar ykkur ekki æfinlega til þess að verða ofan á? Vitanlega. En nú talar lex. um það, hvernig þið getið orðið æfinlega ofan á. En gáið þið nú að, hvað meint er. Lex. talar um að verða ofan á hinu vonda, sigra það. Það er sá sigur, sigur- inn á öllu illu, sem um er að ræða. Viljið þið nú ekki vera þar ofan á? Lang- ar ykkur ekki til þess að eignast þann sigurV Hið vonda er sterkt, miklu sterk- ara en þið. Það er ekki vandi fyrir það að verða ofan á og vinna sigur á ykkur. Hvað er það þá, sem getur gert ykkur sterk, gert ykkur að hetjum, svo þið verð- ið ofan á og vinnið sigur á hinu vonda? Lex. segir: Þáð er trúin á Jesúm Krist, guðs eingetinn son, frelsarann ykkar. Þegar þið eigið þessa trú, þá eruð þið sterk, og þá sigrið þið; því þá eigið þið guð. Þessa trú þurfið þið því að eiga alla daga. Og guð vill, að þið eigið hana, hann, sem gerði ykkur að börnum sínum í skírninni og gaf ykkur þá anda sinn og hefir gefið ykkur orðið sitt, til þess þið gætuð þekt Jesúm og trúað á hann. Þakkið nú guði fyrir það, hvað hann hefir veriðgóður við ykkur, og biðjið hann að gefa ykkur þá trú, sem sigr- ar hið vonda. Viljið þið gera það? ,,Að læstum dyrum kom lausnarinn til lærisveinanna forðum, og bar þeim miskunnar-boðskap sinn með blessuðum friðar-orðum. Um læstar dyr kemst lausnarinn enn, guðs lög þótt standi í skorðum.—Sb. 179, 1. ---------^ooo-t---------- Annan sd. eftir páska—26. Apríl. Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Jesús er góði hirð- irinn. Hvar stendur það? Jóh. 70, 11—16. Hvað er altaris-sakramentið? Altaris-sakramentið er hinn sanni h'kami og blóð drottins vors Jesú Krists undir brauðinu og víninu, sett af sjálfum Kristi handa oss kristnum mönnum að eta og drekka. Hver voru efni og minnistext. lex. þrjá síðustu sunnud? Hvar stendur lex. á sunnud. var? 1. Jíver er hann, sem sigrað hefir heiminn? 2. Með hvað segir lex. að Jesús hafi komið? og hvað er meint með því? 3. Hvað hefir guð gefið okkur? og fyrir hvern hefir hann gefið okkur það? — Hver er lex. í dag? Hvar stendur hún? Lesurn hana á víxl. Les upp minnistextann. GÓÐI UIHÐIRINN FYRIRMYND OKIÍAR. 1, Pét. 2, 9. 18—25. — Minnist. 21. v. 9. En þér eruð útvalin kyrrslóð, konunglegt prestafélag, heilagur lýður, (guðs) eigið fólk, til þess að víðfrægja skylduð mikilleik hans, sem kallaði yður írá myrkrinu til síns aðdáan- lega Ijóss. 18. Þjónustumennirnir sé undirgefnir drotnum sínum með mesta (virðingar) ótta, ekki einungis hinum gcðu og sanngjörnu, heldur einnig hinum ósanngjörnu. 19. Því það er náð, ef einhver af samviskusemi og fyrir guðs sakir umber hið mótdræga, er hann óréttilega líður. 20. Því hver frægð er í því, að þér fyrir misgjörða sakir högg líðið? En ef

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.