Kennarinn - 01.04.1903, Blaðsíða 7

Kennarinn - 01.04.1903, Blaðsíða 7
KENNARINN 31 þér, þegar þér breytiö vel, líöiö ilt og eruö þolinmóöir, þaö (ávinnur sér) náö hjá guöi. 21. þvi til þcss eruSþcr kallaS- ir; því Kristur lciff einnig fyrir oss og eftirlét oss fyrir- mynd til aff breyta cftir, svo vér skyldum fcta í hans fótsþor. 22. Hann drýgði ekki synd, og ekki eru svik fundin í hans munni. 23. Eigi illmælti hann aftur, þó honum væri illmælt; eigi hótaöi hann, þá hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir. 24. Og bar sjálfur vorar syndir á sínum líkama upp á tréö, svo vér skyldum skilja viö synd- irnar og lifa réttlætinu; fyrir hans benjar eruð þér læknaöir. • 25. Því þér voruð sem fráviltir sauðir, en nú hafiö þér snúið yður til hirðis og biskuþs yövarra sálna. Kristnir menn mega aldrei gleyma því, hverjir þeireru og hvernigþeireiga að vera, né því, með hverju móti þeim er unt að vera það, sem þeir eiga að vera. Hvað verður úr málara, sem gleymir því, að hann er málari? tír for- eldrum, sem gleyma því, að þau eru foreldrar? Ur börnum, sem gleyma o. s. frv.? tír prestum, sem gleyma? tír kennurum, sem gleyma? Guð hjálpi öll- um til að muna. Lex. sýnir: i. Kristnir menn eru konungleg hirð (9'. ,,En þér“: gagnstætt því, sem hinir eru, er hneykslast hafa á Jesú Kristi og hafnað honum sem hornsteini sínum (7, 8). Guð ótvalið kristna menn fyrir trúna á Jesúm Krist. Sbr. Israel útvalinn lýður. Prestafiílag: að því leyti, að þeir allir geta komið fram fyrir guð án milligöngu presta og fært honum bænar- og þakklætis-fórnir. Konunglegt: af því þeir eru í fylgd með konung- inum Kristi. Heilagur: aðskildir frá þeim, sem ekki vilja helgast fyrir trúna. Eigið fólk: komnir inn undir náðarkærleika guðs í Jesú Kristi og þannig orðn- ir hans sérstök eign. En orðnir alt þetta til þess þeir geri heiminum kunnugt, hvað dýrðlegur guð er og hvað dýrðlegt það ljós er, sem þeir lifa í fyrir trúna á Jesúm Krist. Með öðrum orðum: sýna, að þeireru konungleg hirð og hvaðgott er að vera í hirð konungsins Krists.— Lex. sýnir: 2. Jesijs Kristur er hin konunglega fyrirmynd (18—23). „Þjónustum . þrælarnir; við þá er átt. Sagt, hvernig þeir, sem bágustu kjöriu höfðu, áttu að hegða sér: sýna sinn kristindóm og prédika með honum—lifandi kristindóm—um Jesúm Krist. Þetta krafa til þeirra (18), Hvað þá til okkar. Viljum við kannast við hana? —,,Er náð“ (19) = guði velþóknanlegt = náð hjá guði (20). ,,Ávinnur sér" þar, er rangt. Hvað eigum við að gera, þegar við verðum fyrir ranglæti og ó- sanngirni? Hvernig svarar lexían? Jesús á að vera fyrirmyndin. Eigum að líkjast honum. Með öllu lífi sínu fyrirmynd. En þegar um það er að ræða að verða fyrir ranglæti, þá er hann það lielst á píslarferlinum. Hvernig þoldi hann ranglætið — afjúdasi, Kaífasi, þjónunum, Pílatusi, Heródesi? Lexían sýnir: 3. Jesós Keistur er iiinn konunglegi iiirðir [24. 25.]. Ekki að eins fyrirmynd, heldur hirðirinn, sem gaf sig í dauðann fyrir sauðina, og lítur eftir þeim og gætir þeirra og gengur á undan þeim og dregur þá á eftir sér. ,,Bisk- UP" (25)=sá, sem sér um. Hjá Jesú er lækningin og lífið. Esaj. 53 hefir verið í huga Péturs, þegar hann var að tala um píslir Jesú. AÐ LESA DAGLEGA.—Mán.: ]<Sh. 5, 1—18. ÞriS.: Jtíh. 5, 19—2g. Mi5v.: Júh, 5. 30— 47. Fiint.: Jdh. 6, iG—27. Fost.: Jóh. G, 30—40. Lauu.: JGh. 6, 41—50.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.