Kennarinn - 01.04.1903, Blaðsíða 5

Kennarinn - 01.04.1903, Blaðsíða 5
KENNARINN 29 hver sem ekki trúirguöi, hefir gerthann aö lygara, af því hann hefir ekki trúað þeim vitnisburöi, sem guö hefir vitnað um sinn son. 11. Og þetta er vitnisburðurinn: Aö guö hefir gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í hans syni. 12. Sá, sem hefir soninn, hefir lífiö; sá, sem ekki hefir guðs son, hefir ekki lífiö. 13. Þetta hefi eg skrifað yöur, sem, trúið á nafn guös sonar, svo þér vitið, að þér hafiö eilíft líf, og þér trúiö á nafn guðs sonar. Lex. á sunnud. var talaði .aðallega um sigurinn við endalok þessa heims, þegar dauðinn er algerlega sigraður, og sýndi, að sigur sá væri hinn dýrðlegi á- vöxtur upprisu Jesú Krists. Lex. í dag talar líka urn sigur.— Nauðsynlegt fyrir okkur að hugsa um það, að boðskapur kristindómsins er sigurboðskapur og-á æfinlega að vera það. Beið Jesús Kristur ósigur á holdsvistardögum sínum? Bíður hann þá ósigur nú sitjandi til hægri handar föðurnum? Vantrúnni og hálftrúnni og skynsemistrúnni getur sýnst það.— En lex. talar um sigur hinnar kristnu trúar. En sá sigur er sigur Jesú Krists í okkur, sem trúum á hann. Munum: allur sigur er hans. Honum heyrir því dýrðin til, en ekki okkur.— Hin kristna trií er sigurinn, sem hefir sigrab HEiMiNN. Þetta er boðskapr lex. (,,Heimurinn“ = alt hið vonda með hinum vonda í broddi í heiminum verandi í stríði við ríki Iírists í heiminum.) Gáum vel að, hvað sagt er um trúna: Hún er sigurinn, sem iiefir sigrað. Ekket't smáræði. Þurfum að skilja, að trúin er þetta. Þá viljum við eignast hana og eiga, fremur en allan heiminn.—En um alla trú er ekki þetta sagt. Ekki heldur öll trú, sem vert er að eiga eða gefa nokkuð fyrir.—Hvernig er trúin, sem við eigum?— Trúin, sem hér er um að ræða, er sigurinn. Vegna hvers? 1. Hún er fædd af guði (4). Ekki ímyndun eða hugarburður. Ekki neitt, sem maður hefirgefið sér sjálfur eða fundið upp. Guð hefir gefið hana — látið hana fæðast í sálu mannsins. Þetta gerir hana að sigur-trú . Hún er guðs. En svo líka: 2. Hún er trú/( Jesúm Krist sem guðs son (5). Ekki sama, hvað innihald trúarinnar er. Ekki sama, hverju eg trúi. Guðs-trú engin sigur-trú, nema hún sé líka trú á Jesúm Krist sem guðs son. Önnur trú heldur ekki fædd af guði. En umþessa trú má segja: hún hafi sigrað, af því hún er trú á Jesúm Krist, sem hefir sigrað.— 3. Trúin er sigurinn, því Jesús Kristur, guðs sonur, hefir með F'ÓRNARDAUÐA sínum afrekað okkur fyrirgefning.syndannaog eilíft lif (6—13). —,,Með vatni og blóði“: Með skírn sinni tókst Jesús á hendur friðþægingar-starf sitt og með dauða sínum fullkomnaði hann jiað. Sem friðþægjari er hann kominn fram fyrir okkur mennina, til þess við trúum á hann sem þann, og um hann sem friðþægjara vitnar heilagur andi, sannleikurinu sjálfur (6).—Vor trú nteð þessu innihaldi fædd af guði er sín eigin sannleiks-sönnun. Eins og vantrúiu verður sín eigin sönnun fyrirþví, að hún erá móti guði,—er sjálf ósannindi (10). Það líf, sem veitist fyrir trúna, er trúarinnar sönnun og um leið sigurafi hennar (11- 13). Hvort höfum við eignast nokkurt lff fyrir trúna? AÐ LESA DAGLEGA. — Mán.: Jóh. 21, 15—23. ÞriÖ.: Jóh. 2, 12—25. Miöv.: Jóh. 3, 22—36. Fimt.: Jóh. 4, 1—26, FBst.: Jóh. 4, 27—38. Laug.: íóh. 4, 39—45. KŒRU BÖRN! Lex. talar um sigur. Og um sigur ætti ykkur að þykja

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.