Kennarinn - 01.04.1903, Blaðsíða 8

Kennarinn - 01.04.1903, Blaðsíða 8
32 KENNARINN KÆRU BÖRN! Hvernig eigiS þið aS vera? HafiS þið hugsað um það? Ykkur hefir verið sagt, að þið eigið aS vera góð. En ef til vill þykirykkur ekki neitt vænt um að láta segja það við ykkur. Og þó langar ykkur til þess að vera góð; það er eg viss um. En vitið þið, hvað það er að vera góð börn? Það vill lex. kenna ykkur. Hún segir ykkur, að þið eigið að líkjast Jesú. Þá eruð þið góð. Þið eigið að hugsa um, hvernig hann var. Og hvernig hann vill að þið séuð. Hvað gerði Jesús, þegar hann var sleginn? Sló hann aftur? Hvað ger- ið þið, þegar einhver slær ykkur? En hvað vill Jesús að þið gerið? Hvað gerði Jesús, þegar ill orð voru um hann höfð? Hann þagði. En hvað gerið þið? Eruð þið þá góð? Nei. En Jesús sýnir ykkur einmitt, hvað Jnð eigið að gera. Hann vill vera ykkar fyrirmynd, myndin, sem lífiðykkar á að líkjast. Myndin af Jesú er falleg. Ó, að myndin af ykkur gæti líkst henni! Væri það ekki gaman? En nú getur hún það, börnin mín. Ef þið farið ekki frá Jesú, en eruð hjá lionum.þá lætur hann myndina ykkar verða líkari og líkari sinni mynd. Það er gott að vera hjá Jesú, sjáið þið, og læra af honum og láta myndina sína verða líka myndinni hans. Guð hjálpi ykkur til þess. 2. ,,I Eden forðum var lokuð leið að lífsins blómguðum viði; Kerúb með sveipanda sverð þar beið með sínu himneska liði. Um læstar dyr kom þar lausnarinn og lauk upp því gullna hliði." Lexían fyrir þriðja sunnudag eftir páska, 3. Maí, er: Róm. 5, 1 —11. (Friður og fögnuður Krists endurlausnar). Minnistexti 1. v.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.