Kennarinn - 01.05.1903, Page 2
34
KENNARINN
Ætti ekki ríkur maður bágt, sem ekki vissi, að hann væri ríkur, en héldi sig
fátækan og lifði svo við fátækt og vesaldóm alla sína daga? — En kristnir ménn
þá, sem lifa alla æfi sína við fátækt og vesaldóm andlega, þótt þeir sé auðug-
astir allra manna? Páll post. vill, að þeir finni til andlegrar auðlegðar sinnar
og sé fagnandi. Fyrir J. Kr. hefir trúaður maður eignast svo mikið, að hann
sannarlega hefir fulla ástæðu til að fagna. i. FagXa yfir réttlæti, friði og
von um dýrð Hjá gudi (i. 2.). Sannarlega mikið að fagna yfir. ,-,Réttlættir af
trúnni": af náttúrunni ranglátir, ófærir vegna synda okkar til þess að gera
okkur réttláta, eignumst" við réttlæti guðs að gjöf, þegar við trúum á j. Kr.=
eignumst þá fyrirgefning guðs og elsku. Þá um leið ,,frið". Þessa friðar get-
um við notið, vegna jiess að trúin á J. Kr. gefur okkur opinn aðgang að náð
guðs. Getum á hverjum degi komið til hans og fengið fyrirgefning og líf.
,,Hrósum oss": erum fagnandi yfir.—Vonin um hlutdeild í dýrðarlífi guðs síðar
meir er sannarlega fagnaðarefni,— En kemur ekki margt fyrir f líflnu, sem eðli-
lega tekur frá okkur allan fögnuð? Nei, Ekki lítur Páll svo á. 2. Eigum að
fagna yfir hörmungum; því guð lætur þær allar verða okkur til goðs (8, 28) og
hjálpar okkur með þeim til að þroskast og lifa sönnU lífi og fullvissar okkur um
það með því að úthella elsku sinni í hjarta okkar (3—5'. 3. Getum i.íka ætíð
verið fagnandi; því enginn getur tekið elsku guðs frá okkúr. Hann, sem
elskaði okkur, meðan við enn .vorum óvinir hans, með þvt að gefa okkur son
sinu, elskar okkur sannarlega nú, þegar við erum í sátt teknir við hann fyrir
trúnaá J. Kr., og frelsar okkur frá öllu ill’u.' Við, sem eigum annan eins guð
og njótum hans náðar og sæla samfélags fyrir J. Kr., sem með kærleiksfórn
sinni kom okkur í sátt við guð—ættum við ekki ætíð að vera fagnandi yfir þessu?
(6—11). — V. 7.: ,,réttlátur": hér=sá, sem af sltylduhvöt gerir það, sem rétt
er. ,,Góður" hér=sá, sem'hefir verið góður við einhvern, auðsýnt honum
kærleiksverk.
AÐ J.ESA DAGLEGA,—Mán. : J<51l. 6 60—~l. ÞriÖ. : Jóh. 7, x—13. Miöv. : Jóh 7, 14—24.
Fimt.: Jóh. 7, 25—36, FBst, : Jdh. 7, 37—44. J.autí.: Jóll, 7, 45—53.
KÆRUBÖRN! ..VérhróSum oss“. •TTa.fíð þið nokkurn tíma lært að hrósa.
ykkur af því, senvlex. segir a'ð sé hrósunarefni:—að Jesús gerði ykkur að guðs
börnum.og að guð elskar ykkur vegna J.Kr' og vill láta ait verða ykkur til góðs.
—Af þessu ættuð þið að hrósa yklcur.
3. Og enn er þó harðlæst hjarta manns er gjörvöll náttúrau hlýðir.
og harðlega móti stríðir, Um læstar dyr keirmr lausnarinn
og guðdomsraust eigi gegnir hans, og lýkur þó upp um síðir. “
• --------^oocw---------- .
Fjóröa sd. eftir páska—lO. Maí.
Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Fyrirheitið um
sending heilags anda. Hvar stendur það? Jóh. 16, 5—15.
Hvernig hljóða innsetningarorð.kvöldmáltíðar-sakramentisius— fyrri hluti
þeirra? Vor herra Jesús Kristur, á þeirri nótt, er hanu var svikinn, tók
brauðið, gjörði guði þakkir og braut það, ög gaf lærisveinum sínum og sagði:
Takið og etið; það er minn líkanii, sem fyrir yður verður gefinn. Gjörið það í
mína minning,
Hvert var efni og minnistexti lex. á sunnud. var? Hvar stendur hún ?