Kennarinn - 01.05.1903, Blaðsíða 5

Kennarinn - 01.05.1903, Blaðsíða 5
KENNARINN 37 in, sem í mér býr. 21. Svoleiöis finn eg þá það lögmál hjá mér, aö nær eg vil gera hiö góöa, þá er hiö illa fyrir hjá mér. 22. Því aö eg hefi mætur á lögmáli guös eftir hinum innra manni. 23. En eg sé annaö 'lögmál í mínum limum, sem stríöir í móti lögmáli míns hugskots og hertekur mig undir lögmál syndarinnar, sem er í mínum limum. 24. Eg vesall maöur, hver mun frelsa mig frá þessum dauöans líkama? 25. Eg þakka guöi fyrir Jesúm Krist vorn .drottin. Svo þjóna eg þá aö sönnu, sami (maðurinn), meö hugskotinu lögmáli guös, en meö holdinu lögmáli syndarinnar. Þótt við séum ,,dauðir syndinni", eins og sýnt var fram á í síðustu lex., og lifum guði, þá þýðir það ekki, að við syndgum ekki framar, en lifum sem synd- lausir menn, eða náum nokkurn tíma þeirri fullkomnun hér. Það var tekið fram, að við hefðum sagt syndinni stríð á hendur. Lex. í dag sýnir einmitt það stríð. Óendurfæddur maður, sá, sem lifir syndinni, á í engu stríði við sína synd. Það merki þess, að hann lifir syndinni. En mannsins stríð við syndina merki þess, að hann er endurfæddur og lifir guði, en er dáinn syndinni. En þessi barátta við syndina er barátta andans; því hann, sem skapaði nýja lífið í sálunni fyrir trúna á J. Kr., hóf með því þessa baráttu í sálunni og heldur henni svo áfram til sigurs, í þeirri sálu, sem hann faer að helga. Þessi barátta and ans er helgun andans. — 1. Tveir menn, sem eiga f stríði (14—20) Til þess- ara tveggja manna í sér finnur kristinn maður. Ahnar er á móti guði og vilja hans. Stríðir gegn öllu góðu. Getur ekki annað, af því hann er seldur undir syndina n; er þraell henuar. Þetta er gamli, holdiegi maðurinn,- syndspilta eðlið, sem heldur áfram að vera hið sama þrátt fyrir hið nýja líf. — Hinn annar maður er með guði, viljáhans og öllu góðu. V i 11 það. Þetta hinn nýi maður, sem fæddist í skírninni og á að þroskast. Þessi maður er lfka sá, sem hinn kristni kallar sitt eiginlega e g (v. 17). Hinn er hinn annarlegi, sem heilagur andi í kristnum manni berst á móti. 2. Tvö i.ögmXl í stríði iivort vid annað (21—23). Baráttan háð lögum. Hið illa í kristnum manni stjórnast a^ lögum. Hið góða sömuleiðis. Hinn vondi maður vex samkvæmt sínum lögum eða veikist. Sömuleiðis hinn góði. Það, hvernig stríðið er sýnir, hvað er að vaxa hjá okkur. Hvað er svo það?—3. Aðrir tveir: Eg vesall syndari og Jesós, minn mXttugi frelsari (24. 25.). Fyrir hann sigra eg, vesall, í þessu stríði. Lofaður sé drottinn. AÐ LESA DAGLEGA.—Mán.: Jöh. 8. 12—20. Þrið.: Jóh. 8, 21—30. Miðv. : Jóh. 8, 31 —45. Fimt.: Jóh. 9, 1—13. Föst.: Jóh. 9, 14—34. Laug.: Jóh. 7. 35— 41. KÆRU BÖRN! Getið þið oröið hetjur? Já, ef þið viljiðfara út í stríð og hafa guð með ykkur. Stríðið við ykkar synd. Við alt hið illa og ljóta í ykkur. Guð kallar á ykkur út 1 þetta stríð og vill vera með ykkur og gera ykkur að hetjum i því síríði og láta ykkur fyrir Jesúm Krist vinna sigur. 5- ,,Og lífsins bók er þó lokað enn og drottins miskunn áköllum. og leiðinni’ að dýrðarhöllum. Ó, lausnari vor, kom um læstar dyr Þar stöndum vér daprir, dæmdir menn og ljúk upp fyrir oss öllum. “

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.