Kennarinn - 01.05.1903, Page 8

Kennarinn - 01.05.1903, Page 8
40 kennauinn anda, sem vér köllum í: abba, faöir! 16. Sá sami andi vitnar meS vorum anda, aö vér erum guös börn. 17. En ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingjar, og þaö erfingjar guös, en samarfar Krists, ef vér líöum meö honum, aö vér einnig veröum geröir vegsamlegir meö honum. 23. Og ekki einungis hún, heldur og þeir, sem hafa frumgróöa and ands, og vér sjálfir stynjum meö oss, bíöandi eftir sona út- valningunni, endurlausn vors líkama. Hverjir eru guðs börn? Þeir, sem trúa á drottin Jesúm Krist af einlægu hjarta. Með trúnni öSlast þeir guðs heilaga anda í hjörtu sín, samá andann, sem var í hjarta frelsarans. í hugsunum, orSum og gjörðum láta þeir leiðast af þeim anda,—sama andanum, sem leiddi hann í öllu (14). Þessi andi reltur þá ekki áfram eins og liarður húsbóndi, svo þeir óttist hann og hlýði honum vegna þess. Það er ekki þrældóms hugarfar, sem hann gefur, heldur barna- hugarfarið. Hann kennir okkur að skoða guð sem elskulegan föður, sem í kær- leika hefir útvalið okkur, synduga menn, til að vera börnin sín. Hann kennir okkur að biðja hann eins og elskulegan föður að bæta úr öllum þörfum okkar. Oftast ættum við að biðja hann urn það, að láta guðs barnið þroskast í sálum okkar, og anda sinn verða æ máttugri í okkar innra manni, svo við fáum orðið iíkir frelsara okkar og fetað æ betur og betur í sporin hans (15). Sá, sem er guðs barn, öblast alt um leið. Ef við eigum svo dýrðlegan föður, eigum við líka dýrðlegan arf í vændum. Og arfurinn er guðs riki, sem drottinn okkar og frelsari stofnaði hér á jörðu og fullkomnar á himnum. Við erum samarfar hans að þvf ríki. Hlutskifti okkar er hans hlutskifti. Við öðlumst lilutdeild í dýrðinni hans og fáum eilíliega að þjóna honum og gjöra þaö, sem hann vill vera láta; byrjum á því í veikleika hér í lífi; höldum því áfram, lausir við synd og breyskleika, hinum megin. En þá verðum við líka að vera fúsir tii að líða með frelsara vorum. Beygja vilja okkar undir hans vilja. Bera mótlætis- krossinn, sem hann leggur á okkur, með þolinmæði. Segja ávalf. þar sem þú hefir gengið á undan, vil eg ganga á eftir. Ekkert, sem mikið er í varið, fæst fyrir lítið. Allir, er mikið öðlast, verða mikið að hafa fyrir því, leggja mikið á sig, finna mikið til,—líða mikið. Hið dýrðlegasta af öllu, sem til er, er það að verða samarfi Jesú Krists, fá fullkomna hlutdeild í ríki hans, eins og bróðir hans eða systir, Fúslega og með þolinmæðí ættum við því að líða alt, sem hon- um þóknast á okkur að leggja, til þess við fáum orðið arfsins dýrðlega aðnjót- andi (17). Ef við nú höfum þetta hugarfar í hjörtum okkar og breytum eftir því, efumst við ekki um það, að við séum guðs börn. Við finnum til syndar og sektar,—það er víst. En þrátt fyrir alt finnum við til þess, að við erum í sátt við guð, sem hefir fyrirgefið okkur alla okkar synd og kallað okkur til að vera hans elskuleg börn. Andinn hans sjálfs, sem hann hefir gefið okkur í hjörtu okkar, segir okkur þó, að við megum óhult treysta því, að hann sé faðir okkar og við börnin hans (16). AÐ LESA DAGLEGA.--Mán. : P2. 2. I4_2I. Þri5 : Pg. 22—36. Mi5v.; Pg 2, 37-47. Hmt.: Jöh. 14, 1-17. Föst.: Jöh. 15. 12-25. Lautt.: Jöh. 17, 11-26, KÆRU BÖRN! í dag er hin heilaga hvítasunnuhátíð. Þá sendi Jesús lærisveinmn sínum heilagan anda. Síðan hefir hann verið starfandi í kirkj- unni hans,—x hjörtum allra trúaðra. Biðjið um guðs anda í hjörtu ykkar, að hann stjórni öllu lifi ykkar og veiti ykkur sigur í öllum hættum og freistingum. ,,Ó, vísdóras andi, vitna í mér, og að eg fyrir einan hann að vernd og líf mitt Jesús er; um eilífðhólpinn vorða kann. " / Sb. 236, 2,

x

Kennarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.