Kennarinn - 01.10.1903, Blaðsíða 6

Kennarinn - 01.10.1903, Blaðsíða 6
73 KENNARINN meS konu sinni og tveitn sonunr sínutn. 2. En maSurinn hét Elímelek og kona hans Nóomí, og báSir synir hans Malón og Kilíón, Efratsmenn frá fíetlehem í Júdea; og þeir kornu í Móabsland og staSnæmdust þar. 3. Þá dó Elírnelek, maSur Nóontí; og hún var eftir meS báSum sonum sínum. 4. Og þeir tóku sér móabskar konur. önnur hét Orpa, en hin Rut. Og þeir bjuggu þar hér um bil 10 ár. 5. Þá dóu þeir líka báSir, Malón og Kiiíón, og konan var (lifSi) ein eftir báSa synina og mann sinn. 7. Þá bjó hún sig til ferSa- lags meS tengdadætrum sínum til aS fara afturúr Móabslandi; því hÚH hafSi frctt i Móabslandi, aS drottinn hcfSi rcnt auga til síns fólks, aS gcfa því brauS. 7. LagSi hún síöan á staö þaSan setrt hún haföi veriö, og báöar tengdadætur hennar meS henni; og þær fóru leiöar sinnar, til þess aö hverfa aftur í Júdaland. Þá nrælti Nóotní viS báSar tengdadætur sínar: P'ariS, snúiö viS, hvor fyrir sig, í hús mæöra ykkar. Drott- inn auösýni ykkur gæsku eins og þiö hafiö sýnt þeinr dánu og mér. 9. Drottinn gefi ykkur, aö þiö tíirniö hvíld, hvor ykkar fyrir sig í húsi rnanns síns. Og hún kysti þær. Þá hófu þær upp rödd sína og grétu. Þessi hugðnæma saga, sem segir frá í Rutar-bók, gerðist einhvern tíma á dögum dómaranna. Nákvæmar ekki sagt frá því, að því undanteknu, að þess er getið, að hallæri hafi verið í landinu hjá Israel, þegar sagan hófst. Hvort það hafi stafað af þurkatíð eða yíirgangi óvina, sem Israel varð svo oft fyrir um þetta leyti, eða hvorutveggja, er ekkert um sagt. Rn hallærisins er getið vegna þess að það var orsökin til þess, að hjónin Elímelek og Nóomí fluttu bú- ferlum frá Betlehem í Júdea (til aðgreiningar frá Betlehem í Sebúlon\ Efrata öðru nafni, til Móabslands. Hugðu, að hér myndi þeim líða betur. En skömmu eftir að þau höfðu setst þar að, deyr E., og hún er eftir ekkja með tvo syni þeirra. Þeir giftast mijöbskum konum, að nafni Orpa og Rut. Rn eftir 10 ára sambúð við þær deyja þeir. Nóomíí unir sér þá ekki lengur í Móabs- landi. Og er hún fréttir, að hallærið heima sé um garð gengið, og sér í því merki þess, að dr. hafi aftur miskunnað sig yfir lyð sinn, hverfur hún heim aftur, og eru tengdadætur hennar með í förinni. En þótt henni þætti vænt nm þer og vildi gjarnan hafa þær með sér, þ í vill hún þeirra vegna, að þær fari til baka heim til sín, biður guð að blessa þær og kyssir þær. En þær fara að gráta; því þeim þótti vænt um hana. — Þannig byrjar þá þessi fallega saga; að vísu raunaleg byrjun, en þó fögur að því leyti.sem hún lýsir ástúðlegu heim- ilislífi, og líka því, að raunalexían, sem guð gaf, hafi orðið til blessunar. — Lex. minnir okkur á það, að þegar við flytjum okkur, eigum við ekki eingöngu að hugsa um tímanlegu hagsmuna-vonina. Margur gleymir, hvað hann á í söfn- uði og kirkju og sunnudagsskóla og barnauppfræðslu; en hugsar að eins um hið líkamlega. — Margur gleymir guði, þegar honum líður vel; en guð sendir launir til að draga huginn til sín.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.