Kennarinn - 01.06.1905, Side 3

Kennarinn - 01.06.1905, Side 3
KBNNARÍNN. 43. Hver er lex. í dag? Hvaðan er hún tekin? Hver er minnist. ? Hver lex., sem læra á? (Lex. 32 í B. St.j GUÐ KALLAR ABRAHAM. Lex. tekin úr I. Mós. 12, 15 og 18, I—15. Minnist.: Af þér skulu aliar œttkvíslir jardarinn-ar blessun filjóta. Lex., sem læa á: Hvad scelt þad er að treysta fyrirheitum guðs . SAGAN SÖGÐ. Köllunin.—Abraham bjó með föður sínum í Haran, langt fyrir austan Kanaansland. Þá er það einn dag.að drottinn segir viðhann: „Far þú burt úr landi þínu og frá ættffólki þínu og þúsi föður þíns, til þess lands, sem eg mun visa þér á. Og eg mun gera þig að mik- illi þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið. Og af þ,ér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sáttmálnm.—Abraham hlýðir guði, og fer á stað með konu sína Söru og Lot bróðurson sinn og alt, sem þau eiga, til Kanaanslands. Þar reisir Abraham guði altari og ákallar nafn hans. Þá birtist guð honum einu sinni í sýn og segir við hann: „Óttast þú ekki, Abraham!“ Og bendir honum svo upp í himininn á stjörnurnar óteljandi og segir: „Svona margir skulu afkomendur þínir verða.“ Og Abraham trúði guði. Og guð reiknaði honum það til réttlætis, elskaði hann fyrir það sem barnið sitt. Þá birtist guð Abraham aftur seinna og segir við hann: „Eg vil gera sáttmála við þig. Þú skalt verða faðir niargra þjóða. Og eg gef þér og niðjum þínum eftir þig alt Kanaansland.“ Gestirnir.—Einu sinni situr Abraham í dyrunum á tjaldi sinu. Þá sér hann þrjá menn koma gangandi. Hann hleypur á móti þeim, býður þeim að koma heim að tjaldi sinu, hvila sig og fá sér mat. Þeir þiggja þetta. Hann fer svo inn í tjald til Söru, og biður hana að sækja mjöl og búa til kökur; en sjálfur hleypur hann til naut- anna, tekur kálf og lætur svein sinn matreiða. Síðan ber liann matinn fyrir gesti sína og stendur sjálfur undir trénu hjá þeim ineðan þeir matast. Gestirnir voru drottinn og tveir englar. Fyirheit um son.—Drottinn segir nú við Abraham, að næsta ár um sama leyti skuli Sara vera búin að eignast son. Sara, sem stendur i tjalddyrunum, heyrir þetta og hlær. Hún trifði ekki þessu; því bæði hún og maður hennar voru orðin svo gömul. En drottinn fullvissaði Söru um, að það, sem hann segði, væri áreiðanlegt. Og að ári liðnu voru þau búin að eignast son sinn ísak. KÆRU BÖRN ! Þið sjáið af sögunni þessari, hvernig guð kallaði Abraham, og hvernig Abraliam hlýddi guði, og hvernig guð

x

Kennarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.