Kennarinn - 01.08.1905, Blaðsíða 6

Kennarinn - 01.08.1905, Blaðsíða 6
62 KENNARINN. SAGAN SÖGÐ. ' * Búist til burtfcrdar.—Guð lætur Móses segja ísraels-börnum að slátra lambi fyrir hvert heimili og merkja með blóði þess dyrastafina á húsum sinum. Þau eiga að búa sig og vera til að fara burt úr Egyptalandi. í>á eiga þau í flýti að eta lambið steikt, og ekki að leifa néinu til mórguns. Framhjágangm.—Um miðnætti keniur engill drottins, til þess að deyða frúmburði Egyptalandsmanna. ■ En þegar hann sér blóðið á húsum. ísraels-barna, þá gengur hann fram hjá þeim. í>að nrðu þá engin börn deydd hjá ísraelsmönnum. Og á hverju ári síðan héldu þeir páskahátíð eða framhjágönguhátið til minnis um, að guð hafði gengið fram hjá þeim, þegar hann deyddi frumburði Egypta. Burtförin.—Faraó vill nú fyrir hvern mun losast viö ísraels- nienn. Móses fer þá á stað með þá. Drottinn gengur sjálfur á und- an þeim, á daginn í skýstólpa, en á næturnar í eldstólpa, lil þéss að vísa þeim veg. Þcir voru sex hundruð þúsund .(600,000) fyrir utan konur og börn. Ög tóku með sér skepnur sínar og alt, sem þeir áttu. Eltir—Þegar ]>eir eru farnir, sér faraó eftir öllu saman og eltir þá nú með allan her sinn, til þess að reka þá hei maftur. Þegar ísraelsmenn sjá herinn koma, verða þeir hræddir. En drottinci lætur þá skýstólpann og eldstólpann flytjast á mílli þeirra og faraós, svo faraó komst ekki að þeim. Förin yfír Ráu'da hafíd. — Þegar þeir koma að Rauða hafinu, segir guð Móses að rétta höndina út yfir hafið. Móses gerir það. Þá skiftast vötnin, svo Israelsmenn geta gengið þurrum fótum yfir. Her faraós dniknar.—Her faraós fer á eftir. En þegar ísraels- menn eru komnir yfir, þá eru hinir komnir miðja vegu. Þá segir drottinn Móses að rétta út hönd sína aftur yfir liafið. Og hann gerir það. Þá falla vötnin saman yfir her faraós, og alt það fólk druknar. Þá syngja ísraelsmenn guöi lofsöng fyrir það,h\ »':nig hann hafði frelsað þá. KÆRU BÖRN ! Þegar þið heyrið um það, hvernig guð frcls- aði Israelsmenn, ná á það að minna ykkur á, hvernig guð hefir frelsað söfnuð sinn, alla þá, sem trúa á Jesúm Krist. Það var dýrðlegt, hvernig hann frelsaði ísraelsmenn. En enn þá dýrðlegra, hvernig hann frelsaði okkur fyrir Jcsúm Krist. ísraelsmenn sungu honum lofsöngva fyrir frelsi sitt. Miklu fremur ættum við að syngja guði lofsöngva fyrir frelsan okkar. Börnin mín, lærið að syngja með söfnuði drottins lofsöngva hans. bRETTANUA SU. E. .TRtN.^v?. Scpt. Hyaöa sd, er 1 dat'? Hvert er guðsp,? Hlnn ntiskunnsami ^am

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.