Kennarinn - 01.08.1905, Blaðsíða 8

Kennarinn - 01.08.1905, Blaðsíða 8
64 KNÉNARINN. okkur. Við vitum ekki, hvað orðið er af þessum Móses.“ t>á steypir Aron gullkálf úr gullinu, sem fólkið færði honum. Og það færir svo gullkálfinum fórnir með glaum og gleði. Hegningin.—Þegar Móses kemur ofan af fjallinú, sér hann gullkálfinn og fólkið vera að dansa í kringum hann. Veo'ður hanrl þá reiður. Og hann kastar steintöflunum úr höndutn sér og brýtúr þær. Hann tekur gullkálfinn og brennir hann, mylur hann í smátt, dreifir duftinu á vatnið og lætur fólkið drekka. Þá skipar hann son- um Leví að fara um herbúðirnar og deyða hvern, sem verði fyrir þeitn. Og þeir deyddu þrjár þúsundir manna vegna þessarar synd- ar fólksins. KÆRU BÖRN ! Lexían þessi sýnir ykkur, að gttð er heilagur guð. Hann hatar alla synd. En hún sýnir ykkur líka, að guð vill að þið séuð heilög. Hvernig getið þið verið heilög? Þið eruð heilög þegar þið trúið á Jesúm Krist og afneitið allri synd. Guð hefir kallað ykkur í skírninni til þess að vera heilög börn sín með því að afneita öllu illu og trúa á föðurinn, soninn og heilagan anda. Guð hjálpi ykkur til þess að vera heilög börn hans.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.