Kennarinn - 01.10.1905, Blaðsíða 8

Kennarinn - 01.10.1905, Blaðsíða 8
8o KBNNARINN. Lex.,sem læra á: Vid cigum ad treysta bví, ad guð gjÖri alt had, scm hann lofar. SAGAN SÖGÐ. SakaHtts og Elísahct.—Þegar Ágústus var keisari í Rómaborg, en Heródes konungur á Gyðingalandi, þá er þar í landinu prestur, ^ sem heitir Sakarias. Kona hans heitir Elísabet. Þau búa í Júdeu, suðurhluta landsins. Þau eru bæði guðhrædd, vilja ekki gjöra neitt á móti guði. Þau eiga ekkert barn og eru nú bæði orðin gömul. I mustcrinu.—Einu sinni er Sakarías í musterinu og er að færa drotni reykelsisfórn. Á meðan er fólkið fyrir utan á bæn. Þá kenntr engill til hans. En þegar Sakarías sér engilinn verður hann hræddur. Bodska\pur cngilsins. — Engillinn segir við hann: „Vertu ó- hræddur, Sakarías. Guð hefir heyrt bæn þína. Konan þín mun eignast son, og þú skalt láta hann heita Jóhannes. (Það þýðir: Drottinn er nádugur). Hann mun verða þér til fagnaðar og gleði. Hann mun fyllast heilögum anda og ganga fyrir augliti guös í anda Elíasar og krafti. Og hann mun snúa mörgum aí Israelsbörnum lil drottins, guðs þeirra, og útvega drotni vel undirbúinn lýð.“ Sakarías trúir ekki.—Sakarías getur ekki trúað því, að þetta sé satt, og spyr engilinn: „Hvað á eg að hafa til merkis um,að þetta sé satt? Eg er orðinn gamall. Og konan mín cr líka gömul.“ Sa\karíasi rcfsöd—Engillinn svarar: „Eg er Gabríel, sem stend frammi fyrir guði. Hann sendi mig með þennan gleðiboðskap til þín. Nú skalt þú verða mállaus, þangað til þetta kemur fram, sem eg liefi sagt, af því að þú trúðir mér ekki.“ Jóhannes fcrdist.—Það, sem engillinn sagði, rætist. Elísabet eignast son, og hann er látinn heita Jóhannes. En þá fær Sakarías málið aftur og lofar guð. Jóhannes er nú hjá foreldrum sínum, þangað til hann er upp kominn. - lJá fer hann út á eyðimörku. Ilann vill vera einn, til þess að gcta búið sig í næði undir verkið sitt, sem hann á að vinna. KÆjRU BÖRN! Þó Sakarías væri guðhræddur og góður maður, [>á átti liann ervitt með að trúa því, sem honum fanst ó- mögulegt. Okkur er sagt frá þessu, til ]>ess að við lærum að trúa því, sem guð lofar, þó okkur finnist það ómögulegt. Við eigum að læra að fara eftir því, sem guð segir, en ekki eftir þvi, sem okkur finst. Okkur er óhætt að trcysta orði guðs. Hann lætur það verða, sem hann hefir lofað. Lærið að þekkja loforð guðs, börnin mín, og að treysta þeim. Þá verðið þið rík. Trúið þið þ,vi? Æ,, eg 4 vildi að þið tryðuð því öll. Guð gefi ykkur það. o-

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.