Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.12.1909, Síða 1
v K. E. U. M.
HVERNIG Á SÁ IINGl AÐ HALDA SÍNUM VEGl HREINUM?
MEÐ PVÍ AÐ HALDA SJER VIÐ PITT OHÐ. (S.'ilm. 119, 9).
I. árpr.
ReYKJAVÍK. DfSEMBER 1909.
Nr. 12.
BISKUP
HALLCRÍMUR SVEINSSON
dáinn. Hann var einstakur vinur K. F. U. M. frá fyrstu byrj-
un fjelagsins, og kom það bæði í Ijós við mörg tækifæri og á-
valt iagði hann þvi gott til i orði og verki. Á fyrstu árum
fjelagsins, meðan það ennþá aðeins var drengjafjelag, talaði
hann hjá oss og heimsótti oss stundum jafnvel eptir að heilsa
hans var farin að bila. Hann sá um að haldinn var fyrirlest-
ur á Synodus um fjelagsmálið og heimsótti fjelagið ásamt öll-
um fundarmönnum á Synodus. Hann var um nokkur ár Kor-
respondent fjelags ns við alþjóðanefndina og æðsti tilsjónarmað-
ur og verndari fjelagsins hjer á landi. Guð blessi minningu
hans á meðal vor og gleðji hann eins og hann gladdi oss.
Hann hafði trú á fjelaginu, þegar margir litu á |iað smáum
augum. F*egar saga fjelagsins verður skrifuð, mun nafn hans
standa meðal hinna allra fyrstu velunnara þess.