Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.12.1909, Side 6
94
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
I. ARG.
í eldhúsinu, fór hún alt í einu
að hugsa um, live glaðlega hann
hefði sagt »góða nólt!« . . Hún
var að hugsa um þetta, meðan
hún var að raða ýmsu góðgæti
niður í stóra körfu til gjafa.
»Má jeg hjálpa yður?« heyrði
hún sagt, þegar hún ætlaði að
ílytja körfuna.
Það var ungi presturinn sem
talaði. »Jeg hef annars kveðju
til yðar frá barnæskustöðvum
yðar«, sagði hann ennfremur.
»Til mín?« sagði hún undr-
andi.
»Já einmitt, gjörið svo vel!«
Hann rétti henni innsiglað bréf,
hneigði sig lílið eitt og gekk á
braut.
Elsa horfði undrandi á brjef-
ið; ntanáskriftin var gulnuð, en
þó læsileg: »Til EIsu, elsku dótt-
ur minnar«. Þan nig var skrifað.
Hún flýtti sjer upp í herberg-
ið sitt og gleymdi öllu öðru.
Hún hneig niður á stól. Við að
sjá þessa hönd utan á brjefinu,
var eins og móða legðist yíir
augu hennar, en hún strauk hana
fljótt burt; því hún halaði alla
viðkvæmni. Síðan braut hún
upp brjefið og tók að lesa það.
Það var kveðja frá móður henn-
ar skrifuð daginn, sem hún lagð-
ist og síðan liafði faðir unga
prestsins fengið það til geymslu;
en hann var þá sóknarpreslur
móður hennar.
í brjefinu stóðu ástúðlegar á-
minningar og kærleiksrík upp-
örfun og endaði á þessum orð-
um: »Ó, að litla dóttir mín
mætti ganga ávalt í ljósi stjörn-
unnar á hinum rjetta vegi«.
Þegar Elsa liafði lesið þessar
fáu línur, sat hún grafkyr. Tár-
in komu aptur fram, en nú var
þeim ekki meinað það. Nei,
þau fjellu eins og þíðandi vor-
regn og bræddu hörðu ísskorp-
una, sem komin var kring um
bjarta hennar.
Æ, hún hafði gieymt stjörn-
unni; liún hafði gefið beiskju
og biturleik rúm í hjarla sínu.
En lá ekki líka sökin hjá henni?
Hafði hún ekki gleymt guði og
hinum rjetta vegi ? — Þetta varð
þung sjálfs-rannsókn. Hún
reyndi að bera margt í bætifláka
fyrir sig, en allt það varð að
engu í samvizku hennar í hinu
bjarta ljósi, sem brjef móður-
innar varpaði yfir breytni henn-
ar.
Hún vissi ekki, hve lengi hún
sat þannig; fyrst þegar kallað
var á hana flýtti hún sjer nið-
ur. Aldrei fannsthenni liúsmóð-
urin hafa litið á hana jafn vin-
gjarnlega, og nú lannst henni
kærleikshreimur i orðinu: »Gleði-
leg jól« en það hafði hún aldr-
ei áður fundið. Að eins stutta
stund hafði hún verið í burlu,
en henni fanst lííið vera orðið
breytt á þeirri sLund.
Enginn má þó halda, að allt