Mánaðarblað K.F.U.M.


Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Qupperneq 1

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Qupperneq 1
7 ^^ARSl4 i ' K. F. U. M. tJ 1 o: HVERNIG A SÁ tJNGl AÐ HALDA SÍNUM VEGI HREINUM? MEÐ PVÍ AÐ HALDA SJER VIÐ PITT ORÐ. (Snlm. 119, 9). II. árg. Reykjavík. Janúar----Febrúar 1910. Nr. 1—2. Árið 1910 er upprunnið. Blaðið færir öll- um kveðju íjelags vors og árnar öllum gleðilegs nýárs. Fjelagið óskar líka ættjörðunni sinni gleðilegs árs, og vill stuðla að því eptir mætti að árið megi verða reglulega gleðiríkt fyrir svo marga unga menn sem það nær til. — í ósk kristinna manna eiga að vera þrjú atriði og óskin er ekki fullkomin ef eitthvert þessara atriða vantar. Fyrsta atriðið er löngun. Löngun eptir því að það upp- fyllist og rætist, sem óskað er. Vjer segjum: Gott og gleðirikt ár! Og þá langar oss til að árið nýja verði þannig, verði gott og gleðirikt. þetta atriði iná ekki vanta í nokkurra ein- læga ósk, hvort sem hún er stíluð til einstaklinga eða til þjóðarinnar í heild sinni. Þegar jeg því segi i nafni alls tjelags- ins: »Go// og gleðirikt ár, vor kœra fósturfolda, þá veit jeg að á bak við mig stendur löngun allra fjelagsmanna að þetta ár verði hagsælt og blessunarríkt fyrir alla þjóðina í heild sinni, að ár og friður og veðurblíða og alt annað, sem heyrir til góðu ári, megi ríkulega uppfyllast og veitast þjóðinni. En löngunin ein er ekki nóg. Óskin verður að vera borin fram sem: Bœn iil guðs. Það er annað atriðið í góðri ósk. Sje löngunin borin fram i hjartans bæn, þá verkar hún til blessunar á ein- hvern hátt. Og allir sannir með- limir í K. F. U. M. eru fúsir á að biðja fvrir fósturjörðu sinni. Og er vér á nýjárinu rennum huganum ylir allt það sem oss er kært, þá kemur einnig fóstur- jörð okkar ekki sízt fram ogjeg vona að jeg megi hafa það traust til allra góðra fjelagsmanna að á bak við óskina til ættjarðar-

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.