Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Blaðsíða 2

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Blaðsíða 2
2 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. II. ÁRG. innar, sem jeg hjer ber fram í Ijelags nafni, sjeu og standi margar bænir er um nýjársleytið hafa stigið upp fyrir henni. En guð ætlast til að vjer ekki að- eins biðjum með huganum og orðum einum, heldur og í verki líka. Þannig vill hann ekki að- eins að vjer biðjum: »Gef oss í dag vort daglegt brauð«, heldur og að vjer vinnum fyrir voru daglega brauði eptir kröftum og tækjum, og að hann svo blessi bænina og staríið. Þess vegna þarf að fylgja nýjársósk vorri þriðja atriðið og það er: Starf. Vjer verðum að starfa að því að nýjársóskin uppfyllist. Allir sjá hvað óviðurkvæmilegt það væri, ef vjer óskuin ein- hverjum allra heilla á nýjárs- dagsmorgni og reynum svo að gjöra þeim sama alt til ógreiða á árinu. Þegar vjer því segjum við fósturjörðu vora: »Gott og gleðiríkt ár!« Þá má oss ekki aðeins langa til að það rætist og biðja um það, heldur eigum vjer að taka þann fasta ásetning að gjöra alt sem í voru valdi stendur til þess að árið farnist vel. Að vísu munu ýmsir af yngri fjel- agsmönnum vorum, eins og líka llestir al' oss eða allir segja : »Já, þetta er gott, en jeg get ekki annað en haft löngun eina og lagt íram bænina; jeg get ekkert starfað fyrir land og lýð!« En þetta er rangt. Sjerhver maðúr getur unnið fyrir land og lýð og á að gjöra það. — Jafnvel 11—14 ára drengir í yngstu deildinni geta það. Með hverju? Með því að vera trúir hver yflr sinu. Skóladrengurinn í lærdómi sínum, sendisveinninn í sendi- ferðum sínum, búðardrengurinn við verzlun sína, lærlingurinn í iðn sinni getur einmitt með því að vera trúr námi sínu eða staríi gagnað ættjörðinni, eins og þingmaðurinn, eða kennarinn, eða presturinn, eða sýslumaður- inn o. s. frv. — Sá sem er trúr í sínu starfi, hann gagnar fóstur- jörðinni. Þegar vjer því segjum: »Go// og gleðiríkt ár, kœra fóstur- foldta. Þá langar oss til þess að það verði, þá biðjnm vjer um að það verði og þá vinnum vjer að því hver í sínu staríi að það verði. — Og þetta vill íjelagið sem heild, og skorar á alla meðlimi sína að bregðast ekki. Fjelagið vill verða fósturjörðinni til blessunar með því að hjálpa til þess að hinir ungu uppvax- andi borgarar komi auga á hátt og göfugt mark, og leggja kapp á að ná því, með því að reyna til þess að örfa unga menn til að hugsa rjett, tala rjett og bregta rjett. — Með það fyrir augum segjum vjer: Gtleðilegt nýár!

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.