Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Page 7

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Page 7
II. ARG. MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 7 hin einstöku atriði messugjörð- arinnar eins og hún framfer hjá oss í kirkjum vorum, og með hvaða hugsunum og tilfinning- um vjer eigum að koma til tíða. — Á leiðinni liljóma klukkurn- ar til vor kallandi og laðandi. Allir sem ætla í kirkju ættu að fara að lieiman svo snemma að þeir gætu heyrt hljóm klukkn- anna og láta þær minna oss á að biðja, meðan vjer erum að ganga til guðshússins. — Svo þegar inn er komið og maður hefur fengið sjer sæti eða stað þar sem menn ætla sjer að vera, þá ætti hver kristinn maður að hiðja í þögulli bæn fyrir hinni komandi athöfn. Svo meðan forspilið er leikið, þá er hent- ugur tími til þess að koma al- gjörri kyrð á hugann og beina honum i rjetta átt. Á meðan á forspilinu stendur, er presturinn skrýddur og táknar skrúðinn í heild sinni þetta, að presturinn sje ekki lengur einstaklingur N. N. heldur fulltrúi safnaðar- ins í helgidómnum og verkfæri guðs til útbýtingar guðs náðar- gjafa. 1 þeim skrúða og á þeim stað hefur hann ekkert að segja af sjálfum sjer, nema það sem honum er lagt í munn. Því orði má því treysta. — Eptir að forspilið er endað, krýpur presturinn til bænar og þá eiga öll lijörtu sem í kirkjunni eru að beygja sig og biðja með þá hátíðlegu bæp, sem beðin er í kórdyrum. Undir þá bæn á hver einstaldingur að taka og þess vegna er hún stýluð í fyrstu persónu (jeg er inn kominn o. s. frv.) í eintölu. Þar næst er sunginn byrjunarsálmurinn og ríður á að allir sjeu hluttakend- ur i honum, livort sem þeir syngja eða ekki. Þess vegna er nauðsynfegt að hver maður haíi sálmabók, ef sjónleysi ekki hindr- ar að lesa í lienni jafnframt og sungið er. Að sálminum end- uðum snýr presturinn sjer fram og tónar (eða segir): Drottinn sjc yður. Það á hver maður persónulega að taka til sin og biðja: »Já droltinn vertu með mjer«. í þessu litla ávarpi er svo mikið fólgið, að jeg vildi óska að það væri sagt miklu optar í messunni en það er. — Söfnuðurinn svarar: Og með þinum anda! Þá bæn fyrir prestinum ættu allir að biðja helzt hátt, eða þá i hljóði: Það er svo mikil styrking fyrir prest- inn, sem á nú upp á sjerstakan, hátíðlegan hátt að koma fram l’yrir drottinn allsherjar. — Nú uppörfar hann söfnuðinn til þess að biðja ásamt sjer og snýr sjer að altarinu og tónar kollekt- una, sem við á í hvert skipti, Sá sem ekki biður þá bæn með, fer á mis við mikla blessun og líkist hinum dauðu hlutum, stoðum og stólum, sem i kirkj-

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.