Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Blaðsíða 8
8 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. II. ÁRG. unni eru. Eptir að presturinn og söfnuðurinn hefur þannig búið sig undir með hinni sam- eiginlegu bæn, framflytur prest- urinn til safnaðarins orð post- ulanna, máttarstólpa kirkjunnar, sem söfnuðurinn meðtekur með sjerlegri virðingu standandi, eins og boðskap frá hinum heilögu mönnum sjálfum. — Síðan er sunginn sálmur, venjulegast stutt- ur bænarsálmur, sem á að und- irbúa hjörtun undir næsta höf- uð-atriði messunnar, guðspjall- ið. Það er eðlilegt að það at- riði sje byrjað með árnunarbæn- um prests og safnaðar, svo að menn finni enn betur til ná- lægðar hins lifanda guðs. — Þá skýrir presturinn söfnuðinum frá, hvaðan guðspjallið sje tekið, og í gleðifullri eptirvæntingu lyptir söfnuðurinn upp lofgjörð- arsöng sínum: Guði sje lof og dýrð fyrir sinn gleðilegan boð- skap. Fallegast væri að menn stæðu upp um leið og syngju lofsönginn standandi, og undar- legt er að ekki allir, sem sungið geta, skuli syngja þessa fögru og upplyptandi lofgjörð með. Og svo kemur sjálft guðspjallið; þá er eins og Jesús Kristur tali til vor og þá ætti lotningin að vera dýpst og innilegust, því þetta er hæðsta stig messunnar, þegar ekki fer fram sakramenti í henni. — Eptir að sálmur hefur verið sunginn stígur presl- urinn í stólinn og heldur ræðu sína. Hjer skal ekki að þessu sinni Ijölyrt um það atriði að eins bent á að prestsorðið meiga allir dæma, en guðsorðið í pistli, guðspjalli eða teksta lýtur ekki dómi nokkurs manns; það orð er haíið upp yíir dómsvald manna, heilagt og himneskt að fullkomnum myndugleika frá guði. — í sjálfri ræðunni er preslurinn sem hver annar mað- ur með sinar gáfur ogtakmark- anir, sína stefnu og skoðanir og verður það allt að dæmast eptir guðsorðinu sjálfu í ljósi þeirrar kirkju, sem menn til- heyra. Um atriði messunnar eptir prjedikun er líkt að segja og um fyrri hlutann. Aðeins ber að minnast á tvö atriði, sem eru mjög mikilsvarðandi. Það er blessunin og útgönguhænin. í blessuninni er fólginn mikill náðarkraptur handa hverjum sem meðtekur hann í trú og til- einkar sjer hana. Blessunin er fyrirskipuð af drottni sjálfum og fylgir fyrirheit með. í margar, margar aldir hefur þessi bless- un verið lögð yfir guðs söfnuð bæði undir gamla og nýja sáll- málanum og nafn drottins svíf- ur yfir söfnuðinn i helgidómin- um á blessunarinnar heilögu stund. Sá sem þannig eða á líkan hátt kemur og lilbiður drottinn

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.