Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Síða 12

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.01.1910, Síða 12
12 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U! M. II. ÁRG. vigt og meðal annars sagði hann þetta: »Jeg mundi vanrækja skyldu mina, ef jeg ekki vitnaði um hið mikilfenglega starf, sem K. F. U. M. leysir af liendi. Jeg hef sjálfur fengið reynslu fyrir þvi, að þessi ijelög hafa veitt mörgum ungum mannir hvöt til framsóknarog hjálp- að þeim til hins bezta þroska«. — Taft forseti hefur líka lofað að leggja niður hornsteininn í nýja ijelagsliúsið, sem á að fara að byggja í San Francisco, og hefur gefið rausnarlega summu til fjelagsliúss ins í Beverlcy. — K. F. U. M. í Bandaríkjunum og Kanada vex og blómgast. Meðlima- talan i fjelagssambandinu óx á árinu 1908—1909 um 10,895. — Fjelögin í þe.ssum tveim löndum eru 1914 aö tölu. Ilúseignir fjelagsins eru virtar á 225 milljónir kr. í sjálfum fje- lagshúsunum eiga 52,548 ungir menn heima. Pótt Amerikumenn eigi ann- rikt, gefa þeir sjer tóm til að lesa bibliuna saman. I ijelögunum eru 0000 bibliulestrar-flokkar og tóku þátt i þeim árið sem leið 92,580 ungir menn. Mikilfenglegt er fjelagslífið íAme- riku, en þó vekja Kjelögln í Asíu mesta athygli allra, þvi þar opin- berast guðs kraptur allra augsýni- legast, svo að heiðingjarnir horfa á það scm gjörist með stórkostlegri aðdáun og undrun. — Hjer er eitl dæmi þess: Osaka heitir verksmiðjubær mikill i Japan. Par kom upp eldur laug- ardaginn 31. júlí siðastl. Óstöðv- andi valt eldurinn áfram í 26 klst. og brunnu þá 12,000 hús og 43,000 manna urðu húsnæðislausar. Fram- kvæmdarstjórinn i K. F. U. M., S. Sjima, kallaði þegar i stað saman fund og lagði fram áætlun um, hvernig bezt yrði veitt hjálp í vand- ræðum þessum. Vinirnir tóku vel undir og nú var símað út um land eptir peningagjöfum og vörum. — Strax tóku gjafir að streyma ríku- lega inn, og tekið var þegar til starfa, að lijálpa bæði með mat og klæði og húsgögn og veita hjálp til að koma heimilunum á fót aptur. Járnbraut- areigendur veittu sendimönnum Qe- lagsins leyfi til að safna fje i sjáll'- um járnbrautarlestunum. Verzlun- armannaráðið í Kobe scndi fjelag- inu 1800 kr. og margir auðugir menn gáfu slórfé, svo að á hálfum mánuði varunnt að lijálpa 4,269 fjölskyldum eða alls 16,322 mönnum. — Þetta starf hefur vakið aðdáun og þakk- læti margra heiðingja, þvi aldrei hafa þeir áður sjeð svo skjóta fram- kvæmd kærleikans. ' Einn af hinum kristnu alþingis- mönnum i Japan, S. Sjimada að nafni, sagði frá eptirfylgjandi atviki á stórum fundi í K. F. U. M. i sumar sem leið: Á prjedikunarferð kvaðst hann liafa komið í bæ einn, þar sem var stór silkiverksmiðja, er átti sjer merkilega sögu. Forstöðumaðurinn heitir T. Ilatano. Ilann hafði i æsku eytt mikilli fjáreign, sem hann erfði. Skyldfólk hans -rak liann frá sjer og taldi hann ættarskömm. En þá komst hann i niðurlægingu sinni í kynni við kristindóminn og tók trú. Eptir það varð það hans æðsta tak- mark að vitna i orði og verki um frelsara sinn. Iiann byrjaði svo á silkirækt og hagaði sýslan sinni eptir kristilegum grundvallarsetn- ingum. Kærleikurinn varð ráðandi meginregla í öllu viöskiplalífi lians og umgengni við undirmenn sína.

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.