Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Blaðsíða 4
28
hann geti sýnt eitthvert skírteini. Bn reyndu
að útvega þjer það«.
Pilturinn átti langt heirn til sín, og átti því
bágt með að útvega nokkurt skírteini, þar sem hann
var öllum ókunnur í borginni. Hanu ætlaði að
fara að hafa sig á burtu í þungu skapi, en þá varð
skipstjóra litið á böggulkorn, sem hann hjelt á.
»Hvað ertu þarna með, drengur minn?«, spurði
hann sveininn. — »það eru fötin mín, herra skip-
stjóri«. — »Rjett er það, fötin þín; eu hvað er þetta?«
— »f>að er bókin mín« — »Hvers kyns bók?«, spurði
skipstjóri. — »Biflían mín«. — »Svo er nú það«,
mælti skipstjóri; á þeirri bók þurfum við nú raun-
ar ekki mikið að halda á sjóferðum; en láttu mig
samt sjá hana«.
Pilturinn rjetti honum biflíuna sína ; skipstjór-
inn tók við henni, lauk henni upp og sá þar skrif-
að, að bókin væri gjöf frá sunnudagaskólanum, til
verðlauna fyrir iðni og góða hegðun, á meðan
drengurinn gekk í skólann. — »það er gott, dreng-
ur minn; þetta skírteini nægir mjer. Komdu með
mjer; jeg skal sjá um, að þú verðir tekiun á skipið«.
»Guðrækni er til allra hluta nytsamleg og hefir
fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið tilkomanda«.
(1. Tim. 4, 8.).
Sendu velgjörðirnar lengra áleiðis!
Prestur nokkur í Lundúnum, að nafni Pearce,
hefir einkum starfað mikið og með góóum árangri
að útbreiðslu guðsorðs meðal fátæklinganna, og
jafnframt bætt á margan hátt úr stundlegn böli
þeirra, sem bágaBt voru staddir. Hann hafði fram-