Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Blaðsíða 16
40
beini vöndur er ógn viðkvæmur fyrir öllum andvara;
það er varla svo mikið logn, að blöðin bærist ekki
svolítið. f>aðan er komið orðtakið í skógi vöxnu
löndunum: »að titra eins og asparlauf«.
Af þessu hefir myndazt kristið æfintýri : Trjeð,
sem Kristur var krossfestur á, segir sagan, var tek-
ið af ösp. 011 hin skynlausa skepna grjet dauða
frelsarans. Sólin missti sinnar birtu, fortjald must-
erisins rifnaði í tvennt, jörðin skalf og björgin
klofnuðu. En aspartrjeð fanu eigi til neinnar með-
aumkunar, heldur varð það til þess að pína hann
til dauða.
Eyrir þetta miskunnarleysi hefir Guð lagt það á
öspina, að skjálfa og titra fram að dómsdegi.
Ekki of þungt-
Doktor Guthrie gekk einhvern dag um stræti í
Edinborg og sá litla stúlku bera þungt barn. Með
sinni venjulegu lijartagæzku vjek Guthrie sjer að
stúlkunni og sagði: »|>es3i krakki er mikils til of
þungur fyrir þig, telpa mín«. Stúlkan svaraði hon-
um með undrunarsvip: »Nei, hann er ekki of þung-
ur; það er hann bróðir minm. Hún gat ekki skil-
ið það, að bróðir sinn gæti með nokkru móti verið
of þung byrði fyrir sig.
Kirkjublaðið,
útg. prcstaskólak. pórliallur Bjarnarson í Reykjavík,
1. árg. 1891, 7 arkir, 75 a. (25 cts.), II. árg. 1892, 15
arkir, 1 kr. 60 a. (60 cts), III. árg. 1893. 16 arkir auk
Smárita, l kr. 50 a. (60 cts.) fást hjá flestöllum prestum
og bóksölum landBÍns og útg.
Hingað til hafa yfir 40 prestar og um 30 leikmenn
látið til sín heyra i Kbl. i bundnum og óbundnum st^l.
Inn á hvert einasta heimili.
Reykjavík. Prentsmiðja Ísaíoldar 1893.