Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Blaðsíða 15

Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Blaðsíða 15
39 ura stálið og sleppti því ekki, fyr en það var bráðn- að í hinum heitu faðmlögum. J>að er margt mannshjartað, sem ekkert vinnur á, hvað hart og sterkt sem það er, nema eitt,. það sem mest er í heimi, og það er eldur kærleik- ans. Testamentið má lesa á tvo vegu. Málaflutningsmaðurinn les testamentið allt öðru vísi en erfinginn, og eins má lesa á tvo vegu hið nýja testamenti Drottins vors Jesú Krists. Mála- flutningsmaðurinn hefir allan varann á við lestur- inn, hann vegur hvert orð og íhugar vandlega, hvort, eigi verði komið að mótmælum eða brigðum. Erf- inginn les gjafabrjefið eins og brjef til sín, tekur allt trúánlegt, sem í því stendur, og ræður sjer ekki fyrir fögnuði. Fagnaðarerindið er gjafabrjef frá Guði og þú ert erfinginn, kristni maður! í þessu gjafabrjefi er allt veitt af einskærri náð, Guðs fyrirheit og upp- fylling fyrirheitanna í Jesú Kristi, fyrirgefning synd- anna og von himnaríkissælu. En þú verður að lesa þetta gjafabrjef eins og erfingi með Guðsbarna- rjettinum, þú verður að lesa það eins og gjafabrjef til þín sjálfs, og þá mun fögnuðurinn fylla hjarta þitt og lofgjörðin stíga frá því til gjafarans. f>essi samlíking er eignuð hinum heimsfræga vís- indamanni Isak Newton. Kristið æíintýri. Ospin er grannvaxið trje, greinarnar leggjast upp- með stofninum og blöðin eru undur-smágjör. f>essi

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.