Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Blaðsíða 7

Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Blaðsíða 7
31 »Nei, það get jeg ekki skilið. Gæti jeg skilið það, þá væri Kristur rnjer ekki meiri og gæti ekki verið frelsari minn. En að jeg þurfi við frelsara og sálu- hjálpara, um það hefir vanmáttur minn og ófullkom- leiki fyrir löngu sannfært mig rækilega, og hver dag- urinn sannar mjer þetta á ný. Eigi er þess getið, að ritsnillingurinn trúlausi hafi treyst sjer til að hrekja þessar röksemdir eða að hann hafi fýst að leggja fleiri spurningar fyrir Webster. Endurminningin. Kristin kona nokkur segir svo frá apturhvarfi sínu : J>að kom nýr prestur í sóknina, er boðaði Krist með brennandi vandlætiugu, og minnti söfnuðinn á forfeður sína, hinar æruverðu og hjartaprúðu hetjur trúariunar, sem hefðu haldið uppi hinni evan- gelisku kenningu í þessu hjeraði á þeim tímum, þegar öll slík guðsþjónusta var harðlega bönnuð. Við þessi orðprestsins vaknaði allt í einu hjá mjer endurminningiu um hann föður rninn sæla. Hann stóð mjer nú ijóslega fyrir hugskotssjónum, þegar hann fyrir mörgum árum gekk með áburða/r-vagn- inum sínum, en jeg, sem þá var 8 ára gamall krakkí, var honum samferða. Jeg sá þá að varir hans bærðust bífelldlega, en jeg heyrði ekkert orð. »Hvers vegna gjörir þú þetta, faðir minn ?« sagði jeg. »|>að er einlægt eins og þú ætlir að segja eitthvað, en þú segir þó ekkert«. »Æ, barnið mitt«, svaraði hann, »jeg er að biðja

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.