Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Blaðsíða 11

Ný kristileg smárit - 01.11.1893, Blaðsíða 11
35 þegar jeg reiddist, og nú tók jeg það í mig að hœkka ekki róminn, þótt mjer yrði brátt í skapi. þetta var svo áþreifanlegt, að mjer tókst í þeirri grein að ná valdi yfir mjer, en það varð vísir til annars meira. það er svo með allt, hvort heldur það er illt eða gott, að hálfnað er verk, þegar hafið er, byrjunin er örðugust, svo kemur hitt eins og af sjálfu sjer. þegar mjer hafði lánazt að leggja niður þessa ytri háttsemi bræðinnar, gat jeg smárn saman með Guðs hjálp stillt lund mína. það tekst fiest um síðir, ef maður reynir nógu opt«. Hún móðir mín. Ekkert nafn er inndælla eti móðurnafnið. það er heill lieimur kærleika og blessunar. Meðan þú átt hana móður þína, ert þú ekki einmana. Hvaða kærleiki hjer á jörðu jafnast á við móð- urkærleikann? Faðirinn getur formælt barninu sínu, en þó að allir útskúfi þjer, heldur húu móðir þín þó áfram að elska þig. Hvergi er þjer eins óhult og hjá honni móður þinni. þú getur aldrei til fulls endurgoldið kærleika hennar, meðan þú færð að halda henni, og þú mátt aldrei gleyma henni, þegar hún er kölluð á burt frá þjer. Minn- ing hennar móður þinnar getur varðveitt þig frá margri synd. Ef þú átt úr vöudu að ráða, og ekki sízt þegar freistingarnar sækja á þig, þá spyr þú sjálfan þig: #Hvað skyldi hún móðir mín hafa ráðlagt mjer?« Hugsuðu þjer, að hún móðir þín hafi gætur á þjer, þótt hún sje við þig skilin. það er sönn saga, sem hjer fer á eptir: Góður heimilisfaðir missti konu RÍna, mesta valkvendi,

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.