Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1926, Síða 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M.
5
mikið hrygðarefni, ef hann kæmist að því,
að nokkrum væri illa við mig. Hann er svo
ástúðlegur sjálfur og anm mjer svo mi'kið!
Það er betra fyrir hann, að hann renni eng-
an grun í þetta fyr en hann er orðinn miklu
eldri, og það er betra fyrir jarlinn. Það væri
ekki til annars en að koma kala inn hjá hom
um, þótt hann sje ungur“.
'Sedrik vissi því ekki annað en eirihver hul-
in ástæða væri til þessa fyrirkomulags,
ástæða sem hann væri nú of ungur til að
skilja, en yrði útskýrð fyrir honum seinna,
þegar hann yrði eldri. Hann furðaði sig á
þessu að vísu, en samt var það ekki svo
mjög ástæðan til þessa, sem hann kærði sig
um. Eptir mörgum sinmum að hafa talað um
þetta við mömmu sína og hún hafði huggað
hann og dregið upp fyrir honum björtu hlið-
ina á þessu máli, fór skuggahliðin að lýsast
smám saman, enda þótt hr. Havisham sæi
hann stundum sitja hugsandi og horfa alvar-
legan í bragði út á sjóinn, og optar en einu
sinni heyrði hann, að andvarp steig upp frá
brjósti litla vinar síns.
„Mjer líkar þetta ekki“, sagði hann einu
sinni í samtali við hr. Havisham. „Þjer vit-
ið ekki hve mjög mjer leiðist það; en það
er líka mörg armæðan í þessum heimi, og
maður verður að bera hana. Þetta segir
María og jeg hef heyrt hr. Hobbs segja það
líka. Og mamma vill að jeg skuli vera glað-
ur að eiga heima hjá afa mínum, af því að
öll bömin hans eru dáin og það er mjög sorg-
legt. Maður kennir í brjósti um mann, sem
hefur mist öll bömin sín — og eitt dó svo
voveiflega“.
öllum, sem kynntust litla lávarðinum, þótti
gaman af að heyra hve fullorðinslega hann
gat komist að orði; litla bamslega andlitið
gat orðið svo alvarlegt. Smámsaman fór hr.
ITavisham að finnast samræðan við hann
mjög svo skemmtileg.
„Svo þú ætiar að láta þjer þykja vænt um
jarlinn", sagði hanni einu sinni.
„Já“, svaraði lávarðurinn. „Hann er ætt-
ingi minn og auðvitað þykir manni vænt um
ættingja sína, og þar að auki hefur hann
verið mjer mjög góður. Þegar einhver gjör-
ir manni svo margt vel til, og vill láta mann
hafa allt, sem maður óskar sjer, þá þykir
manni auðvitað vænt um hann, þótt hann sje
ekki ættingi; hvað þá heldur ef hann er ná-
skyldur og gjörir allt þetta, þá þykir manni
fjarska vænt um hann‘.
„Heldurðu“, sagði hr. Havis-ham, „að jarl-
inum muni þykja vænt um þig?“
„Já, það held jeg“, sagði Sedrik; „jeg held
það af því að jeg er líka ættingi hans, og jeg
er litli drengurinn sonar hans, — og svo, —
jeg býst við að honum þyki vænt um mig
núna, annars mundi hann ekki vilja láta mig
fá allt sem jeg óska mjer, og hefði ekki- sent
yður eptir mjer“.
„Já“, sagði lögmaðurinn; „svo er það, ein-
mi-tt það“. —
„Já, einmitt það“, s-agði Sedrik. „Auðvitað
þykir mönnum vænt um son-arsyni sína“. —
Farþegarnir, sem í fyrstu höfðu verið sjó-
veiki-r, voru ekki fyr búnir að ná -sjer svo að
þeir gátu verið uppi á þiljum og setið í mak-
indastólum á þilfarinu, en þeir höfðu fengið
að heyra hina einkennilegu sögu um litla lá-
varðinn. Hann virtist hverjum manni vel, og
vakti góðfúsa athygli þar sem hann reikaði
um á skipinu, stundum einn og stundum með
móður sinni eða lögmanninum. Stundm brá
hann sjer til hásetannu og spjallaði við þá.
Hann vann sjer allstaðar vini. Karlmönnn-
um þótti gamam að láta hann ganga með sjer
og var þeim skemmtun að heyi'a hin fullorð-
inslegu orðatiltæki hans; það var ætíð glatt
á hjalla hjá kvenfólkinu, er hann var þar í
hóp; þannig vakti hann gleði og dægrastytt-
ing, hvar sem hann var. — Meðal hásetanna
vann hann sjer beztu vini; heyrði hann hjá
þeim margar merkilegar sögur um sjóræn-
ingja, sjávarháska og eyðieyjar; ham? frædd-
ist hjá þeim um allskonar heiti á seglum og
rám. Um tíma kryddaði hann samræður sín-
ar með sjómanmamáli, og vakti það opt mikla
kæti hjá fai'þegum; það kom svo ski’ingi-
lega fram.