Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 4
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. )& Trúarvissa. Eitt sinn trúði jeg öllu því, sem kent var í biblíunni og kverinu mínu og öllu því sem presturinn kenndi á stólnum. Jeg efaðist ekki um neitt. Jeg var viss utn að það væri allt saman hár-rjett. Jeg bað mínar skyldubænir og trúði því að það það væri rjett. Svo komu hin sáru vonbrigði inn í líf mitt. Þá missi jeg trú á því öllu sem jeg hafði trúað áður. Þá hvart' bænin, því mjer hafði reynzt hún ónýt. Jeg hratt öllu frá mjer og hafði ógeð og ótrú á því öllu. — Svo kynntist jeg fólki, sem jeg fann að nafði undursamlega gleði, rólynda auðmjúka gleði og frið. Jeg spurði um orsökina. Orsökin til eða rjettara grundvöllurinn undir allri vorri gleði, var svarið, er sá að vjer höfum fundið Jesúm Krist og mætt honum, hinum lifanda frels- ara og nú vitum vjer á hvern vjer trúum. Jeg áleit þetta trúarofsa og bábilju, — Jeg mótmælti: Jeg hef einu sinni átt líka trú á þetta allt, en jeg var engu glaðari að held- ur. Jeg trúði á Jesúm Krist, en varð aldrei var við hann: „Þá hefur þú trúað öllu um hann en ekki á hannu, var svarið. „En vjer trúum á hann af því að vjer höfum mætt honum. Nú vitum vjer af eigin reynslu að hann er hinn lifandi guð og frelsari voru. — „Þetta eru öfgar og oftrú“, sagði jeg við sjálfan mig, „en þetta er líka sjertrúarflokk- ur, það er ekki að markau. — Jeg sló því öllu frá mjer. Jeg hitti einn kirkjunnar mann, leikmann, kunnan fyrir fórnsemi sína í óþreytandi starfi meðal lýðsins, og meðal hinna dýpst föllnu. Jeg vissi að hann hafði verið ríkur maður og lifað í glaum og gleði, vel menntaður maður og gæddur miklum hæfileikum. Nú lifði hann óbrotnu lífi og hafði varið öllum eigum sínum handa fátæk- um og fyrir starf sitt. Jeg kynntist þessum manni. Jeg fann að hann átti frið og gleði svo mikla að hann þurfti ekki að örfa hana. Jeg spurði hann, á hverju hann byggði alla þessa gleði sína og sjálfsafneitun, hvort hann byggði hana á biblíunni. Hannsvaraði: „Já, jeg veit að biblían er áreiðanleg bók, því hún talar öll um Jesúm, og jeg þekki hann, hann mætti mjer og frelsaði mig. Jeg veit á hvern jeg trúi. Jesús Kristur kom inn í líf mitt. Hann tók mikið frá mjer: auð og vel- lystingar og trú mína á sjálfan mig. Hann gaf mjer sig í staðinn og fullvissuna um nærveru sína ásamt allri sinni frelsandi náð. Meðan jeg átti auð og allsgnægtir þóttist jeg vita, hvað gleðin væri, en eptir skiptin komst jeg að raun urn að jeg hafði aidrei fyr þekkt gleðina í raun og veruu. — Og jeg hugsaði: „Þetta eru öfgar, hann getur ekki verið viss um þettau. — Jeg var á skipi á ferð. Jeg komst í kynni við skipbrotsmenn, sem var verið að senda heim tii sín. Jeg tók eptir einum, sem var lífið og sáiin í fje- lagsskap þeirra, svo kátur og glaður og góð- ur við alla. Kæti hans var svo hrein. Jeg komst í samtal við hann. Jeg fann brátt að gleði hans stafaði af trú hans. „Hefur þú allt af haft þessa trú?“ — „Já og nei; já, jeg hef allt af trúað því sem kirkjan hefur kennt mjer, en jeg var hugsunarlaus unglingur og jeg lenti út í allskonar slark og varð um um tíma ófær maður, en svo fyrir undur- samleg atvik komst jeg að raun um sjálfur að Jesús er frelsari minn hinn lifandí guð. Þá breyttist allt líf mitt, og hann hjálpaði mjer upp úr minni 3iðferðislegu eymd. Áður beygði jeg knje mín fyrir hinu allrahelgasta altarissakramenti, af því jeg trúði að það væri rjett, en nú beygi jeg knje mín fyrir því, af því jeg veit að þar er minn lifandi frelsari. Áður trúði jeg kirkjunni, en nú trúi jeg á hana. Jeg hef reynslu fyrir mjeru. — Hann var rómversk-kathólskur. Jeg hjeit að þetta væri kathólskar öfgar. En seinna kom mín stund. Jeg mætti hinum lifandi frelsara á örlagaþrunginni stund. Síðan veit jeg á hvern jeg trúi. — Og hafi jeg þá blekkt sjálfan mig og sje allt það, sem jeg síðan hef reynt, staðlaus ímyndun, þá þekki jeg enga staðreynd í lífi mínu, og allir þeir menn, sem jeg hef mætt í lífi mínu, geta þá eins vel verið ofsjónir sjúks ímyndunarafls og alls

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.