Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. venjast við það. Þetta er svo ljómandi stað- ur“. „Já, auðvitað er það ljómandi staður“, sagði hann með dálitlu andvarpi, en mjer mundi þykja hjer enn skemmtilegTa, ef jeg saknaði ekki mömmu minnar eins og jeg gjöri. Við vorum allt af vön að borða morg- unverð saman, og jeg ljet sykur og rjóma í teið hennar og rjetti henni brauðið. Það var eitthvað svo vistlegt“. „Já, víst svo“, sagði Dawson í uppörfandi róm; „en þjer vitið að þjer getið fundið hana á hverjum degi. Og það verður meira en lít- ið, sem þjer hafið að segja henni frá. Ham- ingjan góða; bíðið þjer aðeins við þangað til þjer hafið gengið um kring og sjeð allt mögulegt — hundana, hesthúsin með öllum hestunum. Þar er einn hestur, sem jeg er viss um að yður þykir gaman að sjá“. „Er það svo?“ kallaði Fauntleroy upp yfir sig; „mjer þykir ákaflega gaman að hestum. Mjer þótti mjög vænt um hann Bleik. Það var hesturinn sem gekk fyrir vöruvagninum hans hr. Hobbs; það var ágætur hestur, þeg- ar hann var ekki staður“. „Jæja“, sagði Dawson. „Bíðum nú við, þangað til þjer hafið sjeð hesthúsin. Já og það er líka satt, þjer hafið enn ekki sjeð það, sem er í næsta herbergi". „Nei, hvað er þar!“ spurði Fauntleroy. „Bíðum við, þangað til þjer eruð búinn að borða, og þá fáið þjer að sjá það“. Nú fór hann að verða forvitinn og herti sig nú að borða; hann þóttist vita, að þar inni væri eitthvað merkilegt, því Dawson var eitthvað svo drýgindaleg á svipinn. „Jæja þá!“ sagði hann, er hann rendi sjer niður af stólnum fáum mínútum eptir. Nú er jeg búinn. Fæ jeg að sjá það núna?“ Dawson kinkaði kolli og var ærið íbyggin. Hún gekk að dyrunum og opnaði þær. Hann nam staðar á þrepskildinum og horfði í kring um sig alveg agndofa af undrun. Hann sagði ekkert; höndunum stakk hann í vas- ana, og stóð blóðrjóður upp í hársrætur og horfði inn. Hann roðnaði af undrun og aðdáun. Það var líka sjón að sjá, sem mundi hafa gjört hvern dreng forviða. Stofan var líka stór, eins og öll herbergin virtust að vera enn fallegri en allar hinar stofurnar, er hann hafði sj eð, og á annan veg. Iíúsgögnin voru ekki svo þunglamaleg og fornleg eins og í hinum herbergjunum, sem hann haíði sjeð niðri. Gluggatjöld, veggir og ábreiður voru í ljósari litum; þar voru hyllur fullar af bókum og á borðunum var fjöldinn allur af allskonar leikföngum, fá- sjenir fallegir munir eins og þeir sem hann hafði horft á með undrun og löngunaraugum gegnum búðargluggana í New-York. „Þetta er herbergi einhvers drengs“, sagði hann að lokum og nærri því greip andann á lopti. „Hver á þetta allt?“ „Farið og lítið á það“, sagði Dawson. „Þjer eigið þetta allt!“ „Jeg!“ kallaði hann upp yfir sig. „Á jeg það? Hvernig á jeg það? Hver hefur gefið mjer það?“ Ilann stökk fram með glöðu ópi. Honum fannst þetta næstum því ótrúlegt. „Það hefur verið afi“, sagði hann og augun skinu eins og stjörnur. „Afi hefur það verið, það er jeg viss um!“ „Já, það var hans hágöfgi“, sagði Ðaw- son; „og ef þjer viljið vera góður, lítill herramaður, og láta yður ekki leiðast, held- ur reyna til að una yður vel og vera allt af glaður, þá mun hann gefa yður allt sem þjer óskið yður“. Þetta var ákaflega. viðburðaríkur morgun. Það var svo margt að skoða og sjá og reyna; hann gat varla rifið sig frá einu til þess að sjá annað. Og það var svo merkilegt að fá að vita að allt þetta hefði verið útvegað handa honum einum; og að áður en hann fór'frá New-York hefði kömið fólk alla leið frá Lundúnum til þess að útbúa herbergin, sem voru ætluð honum; og sjá fyrir bókum og leikföngum, sem líklegust væru til þess að gleðja hann. „Ilafið þjer nokkurn tínxa þekkt nökk-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.