Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.01.1927, Blaðsíða 6
4 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. sinni starfsgrein og var fús á að færa per- sónulegar fórnir fyrir hana, bæði tíma og fje. Það er því sár söknuður hjá mörgum, sem þekktu hann vel og unnu honum. Mætt- um vjer ávalt eiga starfsmenn er líktust honum að kappi og fórnfúsum áhuga og óbilandi tryggð við það hlutverk, sem þeir hafa valið sjer. Blessuð veri minning hans. Jesús segir. Jesús seqir um frelsisráð Guðs (Matt. 11, 25): „Jeg vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta fyrir spek- ingum og hyggindamönnum og opinberað það smælingjum“. Jesús xegir um sjálfan sig. (Matt. 11, 27). „Allt er mjer falið af föður mínum og eng- inn gjörþekkir soninn nema faðirinn og eigi heldur gjörþekkir nokkur föðurinn nema son- urinn og sá er sonurinn vill opinbera hannu. Jesús segir við syndarana: (Matt. 11, 28.) Komið til min aliir þjer, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og jeg mun gefa yður hvíld, Jesús segir við þá, sem hafa komið, læri- sveina sína: „Verið í mjer, þá verð jeg líka í yðuru. j(Jóh. 15, 4). „Sjá, jeg er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar“. (Matt. 28, 20). Páll segir: Það orð er satt og í alla staði þess vert að við því sje tekið, að Kristur Jesús kom i heimi .n, til þess að frelsa synd- uga menn, og er jeg þeirra fremstur. (Tim. 1, 15). LITLl LÁVARÐURINN EPTIR F. H. BURNETT VI. KAP. Jarlinn og sonarsonur hans. Þegar litli lávarðurinn vaknaði næsta morgun, heyrði hann óminn af samtali og brakið í brennanda viði á arninum. Ilann hafði ekki vaknað kvöldið áður er hann var borinn upp og háttaður. „Þjer verðið að vera varkár, Dawson“, var einhver að segja, „að láta hann ekki merkja neitt á yður, hversvegna að hún megi ekki vera hjá honum. Orsökinni á að halda leyndri". „Já, ef það er vilji hans hágöfgi“, sagði önnur rödd, „þá verður sjálfsagt svo að vera. En hart finnst mjer það að þeim skuli stíað sundur; hún er þó ekkja og hann ein- asta barnið, og þar að auki svo fallegur og elskulegur, aðalsmaður í öllum æðum. Þeir Jakob og Tómas dáðu það mjög í gærkveldi í þjónasalnum, hve fallega og sakleysislega hann hefði setið og talað við borðið eins og væri hann hjá bezta og Ijúflyndasta vini sínum. Þeir sögðust aldrei hafa sjeð neitt slíkt á allri sinni lífsfæddri æfi. Eða að sjá hve yndislegur hann var, þegar við Jakob vorum látin fara með hann sofandi upp hing- að, og höfuðið ljóslokkaða lá á öxlinni á Jak- obi, og litlu vangamir eins og rósum prýdd- ir, það var svo fögur sjón sem hægt var að hugsa sjer. Jeg held nú hans hágöfgi hafi heldur ekki verið blindur fyrir því; hann leit á drenginn og sagði lágt við Jakob: „Gættu að að vekja hann ekki“, sei’r hann“. Litli lávarðurinn heyrði óminn, en ekki orðaskilin af samtali þessu. Nú vaknaði hann alveg og opnaði augun. Það voru tvær konur inni í herberginu. Allt var svo bjart og fall- egt; eldur brann á arni og sólin skein inn um gluggana, sem prýddir voru með berg- fljettum og vafningsviðum. Báðar konumar komu nú til hans og sá hann þá að önnur

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.