Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 5
MÁNAÐAKBLAÐ K. F. U. M. 3 sjá fljótt hvað gjöra skuli, æfið fæturna til þess að þeir gefi mátulegt spark eptir því sem augað reiknar út að með þurfi; æfið hendurnar til þess að fálma ekki út í bláinn, og til þess að gjöra einmitt þær hreyfingar, sem við eiga; látáð hendur og handleggi verða svo sjaldan fyrir sem unt er; æfið tungu yðar, svo að engin óþarfa orð heyrist. Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik yðvam, látið aldrei kappið bera fegurð- ina ofurliða . . . Látið aldrei koma óánægju upp hjá yður vegna þess hlutverks, sem þjer hafið fengið í leiknum; gætið að því að hver staða í leiknum er þýðingarmikil og nauð- synleg. Markvörðurinn og bakverðir eru eins þýðingarmiklir og framherjamir. . . . Sjer- hver yðar leggi þá alúð inn í sitt hlutverk eins og leikslokiin væru undir trúmennsku hans eins komin. . . . Munið ávalt eptir því, að leikur vor er ekki aðeins stundargaman, heldur á hann að vera til þess að gjöra oss betri, göfugri, heiðarlegri og karlmannlegn' með hverri æfing“. Þessar og þessu líkar voru þær hugsjónir, sem áttu að ríkja yfir samleik og samvem um þetta mál. Það var fyrst talsverður mis- skilningur hjá sveinunum á hlutverkum leiksins. Markvarðarstaðan þótti leiðinleg og bakverðir voru opt óánægðir með hlutverk sín. Fi'amherjastaðan var mest eptirsókzt. En þessi misskilningur smáeyddist. Með einn fyrir augum, sem fór að hafa mætur á markinu, var þetta kveðið : „Fimur að verki varði’ hann markið, Viðbragðsharður orku’ ei sparði; Hátt hann stökk og hlífðist ekki, Hnöttinn opt því greip á lopti. Fram sig beygði fljótt og lagði Fótinn aptur og spam með krapti Svo frá vöm í sókn með spyrnu Sinna rjetti’ hann hlut á sljettu". Meira seinna. -----o---- Orð til íhugunar. „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir“. Hebr. 13, 8. „Já, það sem vjer höfum sjeð og heyrt, það boðum vjer yður einnig, til þess að þjer líka getið haft samfjelag við oss; og sam- íjelag voi*t er við föðurinn og son hans Jesúm Krist“. 1. Joh. 1, 3. „Blóð Jesú Krists, sonar hans, hreinsar oss frá allri synd“. 1. Jóh. 1, 76. o-— Fermingar eru nú um garð gengnar. í allt vom í báð- um kirkjunum fermdir 129 drengir. Mið- vikudaginn 11. þ. m. var í U-D haldin fermingardrengjahátíð. Sóttu fundinn yfir 80 drengir og álíka tala af eldri meðlimum deildarinnar. Það var gleðiblær yfir allri samkomunni. Prestamir, fermingai'feður drengjanna hjeldu allir ræður og fengu hin- ir ungu sveinar mörg góð og uppörfandi orð að taka með sjer út á vegferð lífsins. Guð blessi allan hinn fríða skara af hinni ungu kynslóð, sem nú hefur gengið út frá bemsk- unni inn í æskualdurinn og gefi að æskan skili þeim hreinum og óspiltum fram til manndómsáranna. — ----o---- Jarðræktin. 1 þessum mánuði byrjar jarðræktarstarf- ið í K. F. U. M. Verði tíðin góð er mikið að gjöra þar innfrá og væri fagurt, ef menn vildu fóma tíma sínum og kröptum edna eða tvær kvöldstundir á viku eptir því sem á stendur. Upp úr því hafa menn mikla skemmtun og hressingu úti í góða loptinu. Og því meiri ef menn taka sig saman um að fjölmenna þangað. Slíkri kveldstund er vel

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.