Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.05.1927, Blaðsíða 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 5 LITLI LÁVARÐURINN EPTIR F. H. BURNETT Javlinn var drambsamur gamall mað- ur, drambsamur af ætt sinni og tign, og þess vegna þótti honum gott að geta sýnt heiminum, að nú hefði þó Dorincourt eign- ast erfingja, sem verður væri þeirrar tign- ar, er biði hans. Morguninn sem nýi hesturinn hafði veríð reyndur, hafði jarlinn verið svo glaður, að hann hafði næstum því gleymt gigtinni. Þeg- ar hestasveinninn leiddi út hina ljómandi skepnu, sem hringaði hinn gljáandi makka og skók hið fagurlagaða höfuð í sólskininu, sat jarlinn við opinn glugga í bókasafninu og horfði á, meðan Fauntleroy fengi fyrstu kennsluna í reiðmennsku. Honum var for- vitni á að sjá hvort drengurinn sýndi af sjer nokkur hræðslu gæði. Það var ekki mjög litill hestur, og hann hafði opt sjeð börn verða hrædd við fyrstu tilraunina. Fauntleroy steig á bak með miklum fögn- uði. Hann hafði aldrei komið reglulega á hestbak fyrri og var því frá sjer numinn af gleði. Wilkins, hestasveinninn, teymdi hest- inn fram og aptur fyrir framan bókasals- gluggann. „Sá er nú ekki nein skræfa“, sagði Wil- kins á eptir. „Það var ekki mikill vandi að koma honum á bak. Enginn, þótt eldri væri, hefði setið beinni en hann. Svo segir hann við mig: „Wilkins, segir hann, sit jeg nú upprjettur? Þeir sitja svo beinir í reið- hringnum, sei’r hann, og jeg segi: Þjer sit.j- ið teinrjettur, yðar tign!“ og hann hlær eins ánægður eins og mest gat orðið. „Segðu mjer, sei’r hann, ef jeg sit ekki rjett“. En það að sitja beinn, þegar teymt er undir manni, er ekki mikill vandi, og honurn þótti það ekki fullnægjandi. Og eptir nokkr- ar mínútur sagði hann við afa sinn, sem sat við opinn gluggann: „Má jeg ekki ríða sjálf- ur? Má ekki fara harðara? Drengurinn í Fimmtugötu var vanur að láta brokka og valhoppa!“ „Heldur þú að þú getir látið brokka og valhoppa“, spurði jarlinn. „Mjer þætti gam- an að reyna það“, svaraði Fauntleroy. Jarlinn gaf Wilkins merki og Wilkins tók svo sinn hest og settist á bak, fjekk Faunt- leroy taumana og hjelt aðeins í auka taum. „Nú“, sagði jarlinn, „láttu hann brokka“. Næstu mínúturnar voru fremur erfiðar fyrir unga riddarann. Hann fann að brokk var ekki eins auðvelt og seinagangur, og því harðara sem folinn brokkaði, þess þyngri varð þrautin. „Je-eg hri-istist mi-ikið hel-heilmikið“, sagði hann við Wilkins. — „Hri-stist þú-ú líka?“ „Nei, lávarður minn“, svaraði Wilkins. „Þjer venjist fljótt við það. — Spyrnið í ístöðin". „Það er je-eg altaf að gjö-öra“, sagði Fauntleroy. Hann skókst upp og niður fremur óþægi- lega, og snaraðist til ýmissra hliða. Hann var orðinn lafmóður og rauður í framan, en hann herti sig af öllum mætti og sat eins beinn-eins og hann gat. Jai’linn gat sjeð það frá glugganum, þar sem hann sat. Þegar 1 eiðmennirnir komu svo nálægt að talast mátti við, eptir að þeir höfðu verið í hvarfi í nokkrar mínútur bak við trjen, var hattur Fauntleroys fokinn af; kinnar hans voru blóðrjóðar og varimar fast klemdar saman, en samt bar hann sig enn karlm.annlega á brokkinu. „Bíddu við eitt augnablik!“ sagði jarlinn. „Hvar er hatturinn þinn?“ Wilkins brá hendi að hatti sínum. „Hann fauk af, yðar hágöfgi“, sagði hann og var l'onum auðsýnilega skemmt. „Vildi ekki láta mig tefja mig á að taka hann upp, lávarður minn“. „Ekki mjög hræddur, er hann?“ spurði jarlinn þurlega.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.