Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Blaðsíða 8
6 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. LlTLl LÁVARÐU Rl N N EPTIR F. H. BURNETT Þótt undarlegt megi virðast, þá þótti hon- um ekki eins gaman að neinu eins og að á.huga litla mannsins á því, sem laut að högum leiguliðanna. Sjálfur hafði hann aldrei látið sjer þá neinu skipta, en honum þótti samt mjög vænt um það að sjá hvernig barnsleg alvara gat rúmast í litla hrokkin- hærða kollinum innan um alla leiki og fjör og kæti. „Það er einn staður“, sagði Fauntleroy og leit upp á afa sinn stórum augum, sem hroll- ur og ótti skein greinilega úr. — „Ljúfust hefur sjeð hann; hann er í hinum enda þorpsins. Húsin standa fast saman og eru næstum komin að hruni; það er varla hægt að draga andann þar inni; og íbúarnir eru svo hræðilega fátækir og allt er svo voða- legt. Þeir verða opt veikir og bömin deyja; og þetta gjörir þá vonda að lifa þannig og vera svo fátækir og aumir! Það er verra en hjá Mikael og Bridget. Regnið kemur inn um þökin! Ljúfust fór að vitja um veika konu, sem á þar heima. — Hún vildi ekki láta mig koma nærri sjer fyr en hún hafði haft alveg fataskifti. Og tárin runnu niður vanga hennar, þegar hún var að segja mjer frá þessu!“ Og tár voru komin fram í augu hans sjálfs, en hann brosti gegnum þau. „Jeg sagði henni að þú mundir ebkert vita af þessu og að jeg skyldi segja þjer frá því“, sagði hann. Hann stökk niður af stólnum og kom og hallaði sjer á stól jarlsins. „Þú get- ur komið því öllu í lag“, sagði hann, „eins og þú hjálpaðir Higgins. Þú getur komið öllu í lag fyrir alla. Jeg sagði henni að þú mundir gjöra það og að Newick mundi hafa gleymt að segja þjer frá þessu“. Jarlixm leit niður á litlu höndina, sem lá á knje hans. Newick hafði ekki gleymt að segja honum frá þessu; hann hafði meir að segja optar en einu sinni lýst fyrir honum því hræðilega ástandi sem ætti sjer stað í þeim hluta, þorpsins, sem kallaður var Jarlshverfið. Hann vissi allt um kot- garmana, sem varla hjeldust uppi, um hina siæmu framræslu, hina saggasömu veggi, brotnu glugga, skekktu gafla og leku þök, og allt um fátæktina, veikindin og eymdina. Sjera Mordaunt hafði uppmálað allt þetta íyrir honum í hinum sterkustu litum, og ströngum orðum, og jarlinn hafði svarað með svæsnustu skömmum, og þegar gigtin var upp á sitt versta, hafði hann sagt að því fyr sem þorparahyskið í Jarlshverfi dræpist og væri dysjað á kostnað hreppsins, því betra væri það, og þar með væri útrætt um það mál. En nú, er hann horfði á litlu höndina, er lá á knjám hans og renndi aug- unum frá hendinni upp á litla bjarta andlit- ið, þá var ekki laust við að hann hálfblygð- aðist sín bæði vegna Jarlshverfis og sjálfs sín. — „Hvað þá“, sagði hann, „ætlastu til að láta mig fara að byggja fyrirmyndar hús? Er það það, sem þú vilt?“ — Hann lagði hönd sína á hönd drengsins og strauk hana. „Það verður að rífa kotin niður“, sagði Fauntleroy með ákafa. „Ljúfust segir það. Við skulum fara og láta rífa þau niður á morgun. Fólkið verður svo glatt af því að sjá þig. Og það veit að þú sjert kominn til að hjálpa þeim!“ Og augu litla drengsins skinu eins og stjömur í hinu rjóða andliti. Jarlinn stóð upp úr stólnum sínum og lagði höndina á öxl litla drengsins: „Við skulum koma út á húshjallann og tala betur um málið“, sagði hann og hló við. Og þótt hann hlægi tvisvar eða þrisvar, meðan þeir voru að ganga saman úti á hjall- anum, þá virtist hann að vera að velta ein- hverju fyrir sjer, sem honum var ekki ógeð- felt, og hann ljet höndina hvíla á öxl drengs- ins, meðan þeir gengu saman. —

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.