Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Blaðsíða 3
IujI
\uA
IIIIIIIMll i
JOH,
MANAÐARBLAÐ
KFUM
R E Y K J AV í K
2. ór
J úl f 1927
Kristindómur án trúarsetninga.
Menn tala opt um kreddulausan kristin-
dóm. Þeg-ar spurt er um, hvað' menn eigi við
með því, þá kernur í ljós, að menn vilja eng-
ar ákveðnar trúarsetningar. En þetta er ein-
mitt árás á sjálfan kristindóminn. Sannleik-
urinn er sá, að það er aðeins hægt að ráðast
á boðskap kirkjunnar með nýrri trúarsetn-
ingu, sem þá verður að standast prófið. Það
er grundvallarkenning trúar vorrar að Jesús
frá Nasaret sje frelsari heimsins. Þessu er
hægt að neita með annari setningu, og hún
er á þessa leið: Jesús var ekki frelsari heims
ins. Það er hægt að halda því fram, að hann
hafi ekki verið það, að hann hafi ekki gert
liröfu til þess að vera það, en þá verður að
lýsa þessari skoðun með nýjum setningum,
svo að þessi skoðun verður þá heldur ekki
kreddulaus. En að ráðast á eitthvað og segja:
Jeg held engu fram, jeg aðhyllist enga setn-
ingu, jeg hefi enga fasta skoðun, en samt
ræðst jeg á trúna, það er mjög fátækleg bar-
dagaaðferð.
Menn geta lýst yfir þeirri skoðun, að krist-
indómurinn sje frelsandi sannleikur; menn
geta einnig lýst yfir þeirri skoðun, að krist-
iiidómurinn sje ekki frelsandi sannleikur, en
það er ekki hægt að lýsa yfir þeirri skoðun,
að maður hafi enga skoðun, nema maður ætl-
ist til, að ekkert mark sje tekið á orðunum.
og þá verður árásin að engu.
Margir vilja losna við trúarsetningarnai,
svo að menn hafi enga ákveðna skoðun um
kristindóminn, enga ákveðna skoðun um Jes-
úm. Því hin ákveðna, skoðun um Jesúm, með
iionum eða móti, verður trúarstaðhæfing. Ei'
menn hugsa sjer að kollvarpa trúarsetningu
kirkjunnar, þá verða menn að bera fram þá
trúarsetningu, sem er henni gagnstæð. En
að ætla sjer að gera einhverja skoðun að
engu með því að hafa enga ákveðna skoðun,
það er blekking. Það er hægt að verjast
svei'ðshöggi með öðru sverði eða með skildi,
en það er ekki hægt að verjast með engu.
Trúarsetningalaus kristindómur er kristin-
dómur án sannfæringar, trú út í bláinn. Ef
jeg aðhyllist þá kröfu, að kristindómurinn
skuli verða án játninga, án ákveðinna trúar-
sanninda, þá skuldbind jeg mig til þess að
eiga kristindóm, sem engu ákveðnu heldur
fram, ekkert kennir og ekkert veit. Því um
leið og jeg hefi ákveðna skoðun — um mína
eigin sál — um synd mína, um eilíft líf, um
Jesúm, þá er kristindómur minn ekki trúar-
setningalaus. Án trúarsetninga skuldbind jeg
mig til þess að hafa enga ákveðna skoðun.
jafnvel enga sannfæring um minn eigin kríst-
indóm.
Jeg má ekki einu sinni liafa þá skoðun, að
þessi trúarsetningalausi kristindómur sje
betri en sá, sem bundinn er af trúarsetning-
um, þ.ví að halda fram slíkri ákveðinni skoð-
un væri að gera sjálfan sig háðan ákveðinni
skoðun.