Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Blaðsíða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Blaðsíða 6
4 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. s.ier upp á ýmsan hátt. Þar eru 4 knatt- spymusvæði, 3 tennissvæði, æfing-asvæði f.vrir skátana, íþróttamannaskáli með full- komnasta baðútbúnaði, samkomuhús fyrir minni og stærri samkomur, veitingastofur o. s. frv. Gangstígar með blóma- og trjáreitum á báðar hendur umlykja íþróttasvæðin ov gefur það öllu sjerstaklega fagran og ein- staklegan svip. Svæðið með öllum útbúnaði hefur til þessa kostað um 400.000 krónur og hefur það að mestu leyti verið lagt fram í vinnu og gjöf- um fjelagsmanna sjálfra. Fjelagið heldur almennar guðsþjónustur þama á hverjum sunnudegi um sumartím- ann til þess að bæta úr kirkj uleysinu í Em- drup. Væntir fjelagið sjer mikillar blessunar fi’á þessum stað bæði fyrir íþróttalífið og andlega lífið innbyrðis. ----o----- Sumarbúðirnar. Þegar stnnarsólin kemur, Sveitir gróa, tún og móar, Fjallahliðar fagran skrúða Færast i með blóma nýjum, Burt úr ryki bæjar taka Brátt að fara stórir skarar; Dreifast út uni sjó og sveitir, Sitt að finna brauð með vinnu. Fjöldi’ af ungum fjelagsdrengjum Fara’ i sveit og bjargar leita; Fækkar i bænum, falla að vana Fundahöld á virkum kvöldum. Fjelagslifið fundið hefur Framrás þvi á vegum nýjum; Farveg breytt i flestum háttum, .Fjelagsandinn sami að vanda. (Úti og inni I. 2. 3.) Margir eru þeir, sem fara burt úr bænum á vorin, en það eru þó ekki fáir drengir, sem verða að vera í bæjarrykinu allt sumarið. Þegar geislar sumarsólarinnar flæða yfir landið, þá sjá þessir drengir sumarfegurðina breiðast yfir allt, en þó helst í fjarska. Þá vaknar sumarþráin í hjörtum þeirra. Til þess að hjálpa drengjunum til að fá þessari heil- Lrigðu þrá fullnægt, hefur K. F. U. M. reist sumarbúðir á tveim stöðum, í Kaldárseli og Vatnaskógi, til afnota fyrir fjelagsdrengi. Vorið 1925 var bygður skáli í Kaldárseli. Lfann er til sameiginlegra afnota fyrir fje- iógin í Hafnarfirði og Reykjavík. Þangað fara flokkar næstum því um hverja helgi yfir sumartímann ýmist frá Hafnarfirði eða Reykjavík. Stundum fara flokkarnir á laug- ardagskvöldi og eru til sunnudagskvölds, eða þá á sunnudagsmorgni og eru þar þá einungis yfir sunnudaginn. Margar sólskinsrikar ferðir er búið að fara þangað í sumar. Fagurt er að sjá glað- an dengjaskara leika sjer á grænum grund- um. En fegursta stund hverrar ferðar er ]?að, þegar allur hópurinn safnast saman á fögrum og kyrlátum stað, til þess, á kyr- látri stund, að beina huga sínum til Guðs. A slíkum stundum, úti í fjallakyrðinni, vakna opt fagrir ásetningar í drengjahjört- um, ásetningar, er síðar geta orðið að bless- unarríkri framkvæmd. Til Kaldársels hafa einnig farið flokkar til vikudvalar, en sumarbúðirnar í Vatnaskógi hafa einungis verið notaðar fyrir slíka ílokka. Á þeim undurfagra stað eru dagarn- ir fljótir að líða. Á morgnana vakna menn við fuglasöng. — Þegar allir eru komnir á fætur er safnast saman við fánastöngina, og fáninn dreginn upp undir hyllingarsöng. Þá er höfð stutt guðsþjónustustund. Lítill kafli úr Guðs orði lesinn og talað um það nokkur orð. Síðan er Guð beðinn að blessa daginn. Þá er gengið til morgunverðar. Að honum ioknum fara sumir með veiðistengur niður að vatninu til þess að veiða silunga, aðrir fara í leiki eða til einhverra starfa, sem fyr- ir liggja. Eftir miðdegisverð er það opt að allur flokkurinn fer í gönguför til nærliggj- andi staða. T. d. upp á hæðirnar, sem eru þar í kring, til þess að skoða hið víðáttu- mikla og fagra útsýni, sem þar blasir við, eða farið er að skoða fossana, sem eru þar í grend. I Vatnaskógi og í nágrenni við hann

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.