Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Blaðsíða 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.07.1927, Blaðsíða 7
5 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. sjest að „fög-ur er vor fósturjörð um fríða sumardag-a“. Skömmu eptir kvöldverð eru allir kallaðir saman og fáninn dreginn niður um leið og aliur flokkurinn syng'ur fánasöng. Áður en gengið er til náða er dagurinn endaður með guðsþjónustustund. Sálma- söngurinn hljómar í kvöldkyrðinni og talað er litla stund út frá Guðs orði, og bænin stígur upp til Guðs með þakklæti fyrir lið- inn dag og fyrirbæn fyrir ástvinunum heima og fósturjörðinni. Þannig líða dag- arnir og skilja eptir yndislegar endurminn- ingar, sem lengi geymast. Allt þar til í sumar hafa flokkarnir, sem farið hafa í Vatnaskóg, orðið að sofa í tjöld- um, en í sumar var bygður svefnskáli. Laugardaginn 11. júní, fór 17 manna flokkur frá K. F. U. M. upp í Vatnaskóg, þar a rneðal 7 trjesmiðir. Þeir fluttu með sjer efnið í skálann. Um kvöldið var byrja-ð að byggja og haldið áfram alla nóttina. Snemma næsta morgun var byggingunni algjörlega lokið — skálinn fullgjörður, með rúmum fyr- ir 18 manns til að sofa í. Allir, sem unnu að þessu, gáfu sína vinnu og lögðu fram krapta sína til verksins með mikilli gleði. Rúmri viku síðar fór drengjaflokkur upp í Vatnaskóg og dvaldi þar vikutíma. Það voru sólríkir og ánægjulegir dagar. Annar flokkur fer væntanlega í lok þessa mánaðar. Y. ----o----- K. F. U. M Útbreiðið blaðið! Til þess að auka útbreiðslu Mánaðarblaðs K. F. U. M., sem allra mest, er á- kvoðið að hver nýr kaupancli að yfirstandandi árgangi 1927, sem borgar við pöntun, fái siðasta f rgang i kaupbæti mnðan upplagið endist. þar liyrjaði tiin ágæta saga „Litli lávarðurinn", sem nr að koma i blaðinu og hlotið hefir svo miklar vinsældir meðal kaupendanna. Fjelagar K. F. U. M. og K.l Styðjið fjelagið og starf þnss i þjónustu Guðs ríkis, með því að kaupa og útbreiða Mánaðarblaðið. það er starf snm allir geta tekið þátt i. Margir hafa gjört. það og gjöra mjög drengilega, en svo eru aðrir, sem lílið hafa gjöi't. í því efni ennþá. Nú er tækifæri til að hefjast handa og leggja fram sinn skerf 1il styrktar blaðinu og fjelagihu á þenna liátt. Alþjóðaíþróttamót K. F. U. M., sem minst var ii i siðasta blaði hófst, eins og til st.óð, sunnud. 10. þ. m. Hjeðan fóru 8 íþróttamenn t.il mótsins sem fulltrúar fjelagsins lijer. þeir fóru með „Lyru“ 30. f. m. til þess að verða komnir ti! Hafnar nokkru áður en mótið átti að hefjast Frjettastofa blaðamannafjelagsins fær frjettir af þeirn svo að segja daglega og get.a menn sjeð þær í dagblöðunum. Framkvæmdastjórinn fór til Oslo sem fulltrúi íslands á alþjóðafund kirkjulegra friðarvina ) siðastliðnum mánuði. Kom hann aptur úr þeirri för 27. f. m. Um þann fund hefur hann skrifað í „Lögrjettu" ö. þ. m. — Eptir 4 daga viðstöðu hjer heima, tók hann sjer fari með Gullfossi til Danmerkur, fyrst og fremst til þess, að vera við staddur íþróttamótið i Ilöfn, og cr hann ekkí væntanlegur heim aptur fyr en um miðjan októ- ber. Skemtiför ráðgjörir A.-D. hjer í nágrennið inn- un skamms með þátttöku frá A.-D. K. F. U. K. þriggja manna nefnd er að undirbúa hana. — Allar nánari íregnir og ráðstafanir viðvíkjandi förinni verða auglýstar i dagbl. „Visir“ og skulu menn hafa vakandi auga á því. Afgreiðsla blaðsins í húsi K. F. U. M. ve.rður opin daglega frá kl. 12—1 og 5—7 fyrst um sinn. Kaupcndur blaðsins, sem eiga óborgað fyrir síðasta eða yfirstandandi árgang, eru mintir á að gera það sem allra fyrst. -----O----- Athugið augiýsingarnar á kápunni. Látið augiýsendurna njóta viðskipta ykkar.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.