Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 3
MANAÐARBLAÐ KFUM R E Y K J AV í K Sept. 19 2 7 Sagan um stafina þrjá. Jeg skal reyna að segja þá sögu, eins og jeg einhvemtíma hefi lært hana. Ungur piltur varð að fara að heiman í rniklum flýti. En hann hafði lært að treysta Drotni og blessun foreldra sinna hafði hann fengið. Jakob hjet ungi maðurinn; að heiman hjelt hann og studdist við ferða- stafinn sinn. Hann segir síðar sjálfur frá ]-ví, að hann hafi haft þann staf með sjer. Nú byrjuðu starfsárin. í sveita síns andlitis varð hann að vinna, en kjarkinn misti hann ekki. Þó að hann væri hjá ættingjum sinum átti hann víst ekki ætíð góða æfi, en hann ljet ekki hugfallast, hann sigraðist á erfið- leikunum. IJann varð auðugur maður, og nú fór hann að langa heim. Aldrei gleymdi hann bernskustöðvunum. Nú langaði hann til að sjá átthagana. Heim hjelt hann. En þegar nær dró heim- ihnu vöknuðu gamlar minningar um mis- sætti milli þeirra bræðranna. Hann kveið fyrir að hitta bróður sinn. Auðugur og vold- ugur var hann orðinn, en samt var hjartað órótt. Þá vöknuðu aptur minningarnar um þá stund, er hann fór að heiman, fátækur og óreyndur. En Guð hafði ekki yfirgefið hann, alt hafði lánast fyrir honum, baráttan hafði orðið g'óð barátta. Skyldi Guð, sem hafði hjálpað honum fram að þessari stund ekki einnig hjálpa honum nú og láta bræðurna vera bræður? Þá mundi Jakob eptir stafnum sínum og sagði: Með stafinn minn einn fór jeg yfir Jórdan, en nú á jeg yfir tveim her- um að ráða. Guð hjálpaði honum og leysti allan vanda. Vel farnaðist Jakob ,og aldrei gleymdi hann stafnum sínum. Þegar hann beið dauðans, þá aettist hann upp í rúmi sínu, studdist við stafinn sinn og' blessaði sonarsonu sína. Dagsverkinu var lokið. Nú gat hann lagt frá sjer ferðastafinn. Þetta er sag'an um ferðastafinn, en um leið sagan um bemskuminningarnar, bless- un foreldra og traust á Drotni. Gott er að eiga fagrar minningar, gott er að styðjast við fagran arf trúar og kærleika frá kæru heimili, og halda vegferðinni áfram í nafni Drottins, vitandi, að hjálp er ætíð að fá í starfi og baráttu lífsins, og geta svo að kveldi lagt frá sjer ferðastafinn og falið sig Guði. Þetta er sagan um ferðastafinn og mjer finst, að um leið sje það sagan af mörgum íslenzkum æskumönnum, sem í nafni Drottins keppa að marki og styðjast við styrkan staf bernskuminninga og ör- uggrar trúar. En það er til saga um annan staf. Það átti að velja æðsta prest, en hvemig? Foringjar hinna ýmsu ættflokka áttu að leggja hver sinn staf inn í hið allraheilag- asta í helgidóminum, og svo var sagt fyrir, að einn stafurinn mundi bera blóm, og sá,

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.