Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.09.1927, Blaðsíða 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 3 hið rjetta og sanna. Blómelsk kona hafði næmt auga fyrir fegurð og prýði; trygg- lynd var hún og vinföst og rjetti mörgum hjálparhönd, en helst í kyrþey. Var hún í sfcjórn hjúkrunarfjelagsins „Líkn“, og um mörg ár meðlimur K. F. U. K., enda vildi hún, að hjálp væri veitt bæði líkama og sál. Margvíslegu láni átti borgarstjórafrúin að fagna, en hún kannaðist einnig við erfið- leikana, því að oft átti hún við mikla van- heilsu að stríða. Þá sást það, hve mikil kjark- kona frú Zimsen var, og þeir, sem þekktu hana, vissu hvaðan henni kom þrek og kraptur. Trúin veitti henni krapt. Snemma æfinnar varð hún fyrir áhrifum kristinnar trúar og sú trú fylgdi henni fram að síðustu stund. Allir sem þekkt hafa heim- ili þeirra hjóna vita þetta, þeir vita, að borgarstj órafrúnni var trúin heilög alvara, og það fann hún sjálf, að trúin var það afl, sem auðgaði gleðina og veitti krapt í bar- áttunni. Er nú harmur mikill kveðinn að manni hennar og (jóttur. frú Ingibjörgu Topsöe- Jensen, en hún hefur nú í sumar verið í kynnisför hjá foreldrum sínum. Við lát frú Floru Zimsen á bæjarfjelag vort ágætri konu á bak að sjá, og heimili bennar umhyggjusamri, dugmikilli húsmóð- ur. — Er hennar sárt saknað af fjöldamörg- um vinum, sem votta manni hennar, dóttur og tengdasyni og öðrum aðstandendum hlut- tekning í sorg þeirra. Blessuð sje minning mætrar konu. Þannig skrifar formaður fjelags vors, sjera Bjarni Jónsson, í Morgunblaðihu 27. f. m., um frú Zimsen. ----o---- Tap og ávinningur. Englendingurinn John Ruskin segir ein- liversstaðar, þegar hann er að tala um lífs- kjör mannanna, að hann undrist ekki þján- ingar þeirra, en hann undrist opt hve þeir tapi miklu. Nú gæti manni virzt það nægi- legt undrunarefni að vissu leyti, að mennirn- ir skuli þurfa að ganga í gegnum svo mikla erfiðleika hjer á jörðu. Hversu miklar þján- ingar og sársauka, live mikla sorg og reynslu l’ærir ekki hver dagurinn sem rís! Hversu erfið er ekki tilveran mörgum, ef til vill ílestum og þó undrast Ruskin ekki þján- ingar mannanna. Honum virðist það eðli- legt, að þeir verði að reyna alt þetta, því það heyri jarðlífinu til og sjeu hlekkir í þeirri keðju af uppeldisráðstöfunum, sem allir verði að lúta. En hann undrast aptur á móti opt hversu miklu þeir tapi. Það er eins og í því felist það álit hans að mennirnir sjálfir eigi opt- ast sök á því, er þeir tapa. Þeir gæti þess ekki nógu vel, missi það úr höndum sjer.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.